Hverjum verður kennt um mistökin?

Nú hefur hinn ábyrgðarlausi Geir Haarde fengið, í skjóli meirihluta ríkisstjórnarflokkanna (sem hafa ekki stuðning almennings), umboð til að leiða til lykta samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til að leiða til lykta Icesave deiluna.

Gera má ráð fyrir að hann klúðri þessu ef sagan hefur eitthvað spágildi. Hvað segir hann þegar hann er búin að klúðra þessu, úps, einhverjum öðrum að kenna. Hér bera allir ábyrgð segir hann þótt ríkisstjórnin taki sér alvald í skjóli meirihluta sem þjóðin treystir ekki.

Það er svo komið að ég er farin að fela börnin mín í hvert skipti sem Geir tekur ákvörðun. Þegar hann sér klúðrið sem hann hefur skapað fer hann að leita að sakleysingjum sem hann getur kennt um klúðrið.

Það er ekki von á að fólk sem hagar sér svona vandi sig. Það kemur bara klúðrinu yfir á aðra. Þetta hefur hann kannski lært af vini sínum Gordon Brown.


mbl.is Með umboð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er gert stólpa grín að okkur meðal annarra þjóða að gangast í ábyrgð fyrir einkabanka.

Þeir áttu bara að fara á hausinn segja aðrar þjóðir.

Við áttum aldrei að gangast inn í ábyrgðir þeirra.

Við munum aldrei sjá fyrir endan á þessu sukki enda er okkur líkt við Kúbú í blöðunum í dag.

Það sé viss hætta á viskiptabanni við okkur eins og þar!

Spennandi framtíðarsýn!

Davíð sér sig kannske eins og Kastró!

Einkaflipp með heila þjóð!

Einráður!!

Vilborg Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er ekki í lagi með þetta fólk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband