Að leysa vanda skuldara

Mikið er rætt um verðbætur og afleyðingar þeirra fyrir skuldara þessa daganna. Verðbótakerfið er mjög ósanngjarnt og setur alla áhættuna á skuldarann. Erlendis eru fastir vextir lána ákvarðaðir með tilliti til verðbólguáhættu eða þá að í boði eru breytilegir vextir sem hækka/lækki með tilliti til verðbólgu.

Fastir vextir af lánum fela í sér að áhættan dreifist milli lántaka og lánveitanda. Ef verðtrygging er afnumin þýðir það sennilega að endurskoða þarf fasta vexti af húsnæðislánum eða að þeir hækki með tilliti til verðbólguáhættu. Fyrir skuldara þýðir þetta að greiðslubyrðin eykst en eftirstöðvar lána hætta að hækka. Þetta er þó undir því komið hvað stjórnvöld ákveða að gera því svona kerfi eru mannanna verk. Það arfavitlausa kerfi sem er við lýði núna er verk ríkisstjórna. Þetta sambýlisform speglar sambýli þræls og húsbónda þar sem húsbóndinn er alvaldur en ekki eðlilegt viðskiptasamband.

Ef ríkisstjórnin hefur raunverulegan áhuga fyrir því að skap hér eðlilegt nútímasamfélag eru til leiðir til þess. Leiðir sem ríkisstjórnin hunsar.

Um langt skeið í Íslandssögunni hækkaði fasteignamat í samræmi við verðbólgu. Ég held að það hafi verið fyrir 10 til 15 árum síðan sem framsókn stóð fyrir því að hækka fasteignamat. Fasteignamatið margfaldaðist. Við þetta fuku vaxtabætur út um gluggann hjá mörgum og fasteignagjöld margfölduðust einnig. Þetta var gert samhliða því að hækka lán í 90%. Það myndi hjálpa mörgum ef þessar kúnstir framsóknar yrðu færðar til baka til þess sem áður var.

Mín tillaga felst því að setja stígandi hátekjuskatt á öll laun sem eru umfram 500 þús. Ríkistekjur af þessum skatti mætti verja til þess að endurheimta það vaxtabótakerfi sem var við líði fyrir 15 árum síðan. Lækka fasteignamatið þannig að grunnur af útreikningur verði sá sami og hann var þegar reiknimódel fyrir vaxtabótum og fasteignagjöldum var hannað. Greiða þarf út vaxtabætur mánaðarlega (það er hægt ef viljinn er til staðar) til þess að fólk geti nýtt það til þess að standa undir greiðslubyrði.

Þetta myndi leysa vanda millitekjufólks með meðalskuldir sem ekki ræður við greiðslubyrði. Þetta myndi einnig fækka gjaldþrotum og viðhalda jafnvægi hjá Íbúðarlánasjóði.

Hvers vegna skoða yfirvöld ekki þessa lausn?

Á Íslandi mælist ójöfnuður mestur á vestrænni grundu. Ójöfnuður eykur dýpt kreppunnar. Tillaga mín hér að ofan er tillaga jöfnuðar. Hún felur í sér að almenningur deili með sér kreppunni og dragi þar með úr dýpt hennar.

Ný-frjálshyggjan étur sjálfa sig. Misskipting auðs í samfélagi þýðir að þeir sem eru í neðstu þrepum samfélagsstigans hætta að vera neytendur. Þeir kaupa einungis nauðsynjar og lítið af þeim. Hinir sem hafa hirt allan auðinn hafa engan markað lengur til þess að græða á. Þess vegna er jöfnuður mikilvægur fyrir hjól atvinnulífsins.

Ef farið er eftir þessum tillögum mun það draga úr eftir farandi vanda:

  1. Slegið er á forréttindi þeirra sem njóta ofurlauna
  2. Gjaldþrotum fækkar
  3. Almenn neysla eykst og það styður fyrirtækin
  4. Styður við jafnvægi Íbúðarlánasjóðs og minnkar þar með vanda ríkissjóðs
  5. Minnkar álag á öðrum velferðarúrlausnum
  6. Þetta er lausn sem dregur ekki úr sjálfsvirðingu þeirra sem hennar njóta
  7. Lausn sem leiðir til aukins jöfnuðar eykur friðsæld í samfélaginu og dregur úr óhamingju einstaklinga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ef fasteignamatið lækkar þá lækka tekjur sveitafélaga það myndi þýða hækkun á útsvari það er kannski betri skattur spurning. Ég held að það eigi að taka verðbótakerfið niður nú um 6til 10 mánuði þannig að þessi verðbólga sem er í gangi nú hafi ekki áhrif á skuldirnar. Þau lán sem fjármálastofnanir hafa tekið til þess að lána hvort sem það er Íbúðalánasjóður eða bankar eru ekki verðfrygðar þau lán eru samkvæmt útboði í flestum tilfellum eitthvað er verðtryggt svo sem hjá lífeyrissjóðum. Þeir sem nú eru á lífeyri frá sjóðunum fengu óverðtryggð lán er þeir voru að byggja og þau lán brunnu upp í verðbólgunni á þeim tíma. Það eru einungis þeir sem eru á bilinu kringum 60 ára og niður sem hafa þurft að taka verðtryggð lán til kaupa á fyrstu íbúð. ef þeir sem eru á bilinu 25 til 35 eru með lán á sinni fyrstu íbúð fengju niðurfeld um tíma verðbætur þá eru þeir að fá svipað frá lífeyrissjóðunum og þessir sem eru á lífeyri nú .

Það á ekki endilega að eltast við að hjálpa þeim sem hafa skuldsett sig fyrir allskonar neyslu og ekki sýnt ráðdeild í sínum málum það er hægt að flokka þessa aðila út. Það er alvegsama hvernig sumum er hjálpað þeir klúðra öllu vegna ráðdeildarleysis.

Þá á að taka upp sem skyldu nám að kenna meðferð fjármuna í grunn og framhaldsskólum það er að breyta bókfærslunni í reikning um meðferð fjármuna með raunverulegum dæmum.

Það er æskilegt að taka upp skattþrep á hærri tekjur ég sé fyrir mér fyrir ofan 800 þúsund því þeir sem vinna mikið til að geta greitt af lánum sínum þeir eru ekki búnir að vinna marga tíma í yfirvinnu til að komast í 500 þúsunda markið það má ekki hegna þeim sem leggja á sig að vinna kannski í tveim vinnum til að bjarga sér .

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.12.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hafði hugsað þetta sem stigvaxandi vaxtaþrep. Mildileg hækkun upp að 700 þúsun og síðan hressileg hækkun. Tekjum yfir 1200 þús ætti nánast að skila til baka til samfélagsins við þessar aðstæður. Ef einhverjir eru þarna úti sem nenna ekki að vinna nema að fá meira en það sem svona kerfi býður upp á eiga þeir bara að fara annað. Það er til nóg af hæfu fólki í samfélginu sem er tilbúið að deila kjörum sínum en fá samt nóg til þess að standa undir venjulegum útgjöldum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 14:26

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jón fasteignamat er vitlaus skattgrunnur sem tekur ekki tillit til greiðslugetu. það er nær að innheimta skatt á öðrum forsendum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 14:31

4 identicon

http://www.petitiononline.com/heimili/petition.html

Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld að hrinda nú þegar í framkvæmd öflugum mótvægisaðgerðum vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir.

Við beinum sjónum okkar sérstaklega að húsnæðislánum landsmanna og sjáum ekki aðra leið færa en frekari aðkomu stjórnvalda.

Fjölmargir hafa nú þegar stigið fram fyrir skjöldu og lagt fram ýmsar tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til vegna þessa mála. Sem dæmi má nefna að fella niður skuldir og að afnema eða frysta verðtryggingu. Eins hafa fleiri en ein útgáfa af tillögum um endurfjármögnun lána eða skuldbreytingu þeirra litið dagsins ljós.

Skorist stjórnvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009.

Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband