Ábyrgðarlaus ráðherra!

Hver Íslendingur tapar yfir tuttugu milljónum á ráðherratíð Davíðs Oddsonar og Geir Haarde. Þessir menn hafa hneppt íslensku þjóðina í ánauð og skammast sín ekki fyrir það.

Nú tapa einstaklingar milljónum og jafnvel tugum milljóna vegna eignaupptöku.

Búið er að skuldsetja þjóðina fyrir nálægt þúsund milljarða vegna útibúa Icesave o.fl.

Afhenda á bankana erlendum lánadrottnum.

Skuldir þjóðarbúsins námu yfir sjö milljónum á mannsbarn fyrir hrun bankanna.

Búið er að ræna stórum hluta lífeyrissparnaðs almennings.

Það sem talið er upp hér að ofan nálgast 20 milljónir á hvert mannsbarn. 70 til 80 milljónir á fjölskyldu. Það er ekki að furða að þessir menn skuli ekki þora að ganga um götur.  

Á sama tíma ætlar ábyrgðarlaus ráðherra að skuldsetja þjóðina upp á tólf til sextán hundruð milljarða án þess að spyrja kóng né prest, hvað þá heldur sauðsvartan almúgann.

 „Svona stórmál eins og þetta á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við erum að tala um 12 – 16 hundruð milljarða króna skuldbindingar, sem leggjast umun á þjóðina af miklum þunga á næstu árum. Þetta getur þýtt uppundir fjórðung af fjárlögum, bara í vaxtagreiðslur og auk þess er greinileg stýring af hálfu sjóðsins á því hvernig íslenska ríkið skiptir útgjöldum sínum á milli málaflokka,“ segir þingmaður VG.

Nú skulum við fá nóg af þessu. Við treystum ekki Geir og hann veit það. það þarf að reka þennan mann í burtu. Hann er, með hjálp Davíðs, að rústa þjóðfélaginu.

Erlendar þjóðir fyrirlíta okkur fyrir aumingjaskap ráðamanna okkar sem ganga að ofurskilmálum í stað þess að sýna reisn og taka skellinn.

Ég skammast mín fyrir Geir Haarde og hans klíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er orðið svo skelfilegt ástand að þjóðin hlýtur að fara að spyrja hvað til bragðs sé hægt að taka. Ráðherrar segja upp í opið geðið á okkur að við höfum enga stöðu til að svipta þá því umboði sem fulltrúar okkar á Alþingi veittu þeim. Og í skjóli þess "lýðræðis" sem þeirra túlkun styður segja þeir okkur að það eina sem við getum gert sé að norpa niðri á Austurvelli einu sinni í viku og tuða okkur til hita.

Spurningin er hvort ekki þurfi að hafa hratt á hæli og safna undirskriftum á bænaskjal til erlendra þjóða. Þar sem óskað verði eftir aðstoð við að losa okkur undan þeirri "lýðræðislegu áþján" sem við sannarlega komum okkur í?

Þó ekki væri til annars en að frelsa blessuð börnin frá þeirri skelfilegu framtíð sem verið er að skapa þeim. Ekki eiga þau neina sök á því að þessi lýður ógnar tilveru þeirra og framtíð.

Árni Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sammála þér Jakobína.

Gunnar Skúli Ármannsson, 7.12.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta með þér Árni það verður að finna leið til þess að losa þjóðina við þessa ribbalda. Takk Gunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:02

4 identicon

Já kæra vinkona. Þetta virðist ætla að enda eins og sumir veltu fyrir sér í upphafi hrunsins. Þetta mun enda í 25-26 millum per hvern núlifandi íslending. Auk þess munu fjölskyldur landsins missa húnæði sitt v/verðtryggingar. Þannig að heildartap vísitölufjölskyldunnar mun líklega enda í 50-60 milljónum. En hafðu engar áhyggjur, við fáum nægan tíma til að borga, líklega um 50-60 ár, eina millu á ári. Guð blessi alltumlykjandi manngæsku Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar sem og óviðjafnanlega snilli útrásartröllana. Guð gefi að útrásartröllin fái nægan tíma til að fá öll sín fyrirtæki aftur og að bankarnir öðlist vit til að afskrifa skuldir þeirra svo þeir megi leiða okkur á vit nýrra ævintýra. Ég tek undir orð Jóns Geralds sem sagði þegar hann upplýsti að skuldir Baugs væru um 1000 milljarðar utan erlendra skulda og gaf í skyn að þær myndu lenda á þjóðinni:

Guð hjálpi íslenskri þjóð.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Ingibjörg SoS

Nú þarf ég hreinlega að leggjast undir feld. Hef verið að hugleiða heil ósköp inn á stöðuna í dag. Ekki spurning að nú "þarf" að láta til skarar skríða. Tek undir með þér, Árni, að við "þurfum" á hjálp að halda. Eftir að hafa hugleitt inn á stöðuna, þá hálf brá mér þegar ég áttaði mig á að ein af ástæðum fyrir aðgerðarleysi, - doða, þjóðarinnar, er m.a. að við hreinlega kunnum ekki. Vitum ekki hvernig og hvað eigi til bragðs að taka. Og ástæðan, ein af mörgum. - Það er svo stutt síðan við komum út úr moldarkofunum. Umheimurinn hefur hreinlega skollið yfir okkur á örskömmum tíma. Engin aldagömul hefð hjá okkur að rísa upp gegn ógnarstjórn. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Íslendinga sem við stöndum frammi fyrir ógn af nákvæmlega þessu tagi. Við stöndum í þeim sporum að horfast í augu við það, að harkalegar uppreisnaraðgerðir er eina lausnin. "Útlensk" uppreisn. Tegund uppreisnar sem er engan veginn á okkar valdi að framkvæma. Af því að við "erum ekki útlensk". Saga okkar er ekki saga Spánverja, Frakka, Chile, ......

Hér þarf mikil klókindi. Við erum að setjast á skólabekk. Okkur vantar skólastjóra, kennara, ...

En burt séð frá þessum hugleiðingum mínum, þá verðum við að spila úr þeim spilum sem við þó eigum.  Ekki viljum við grípa til vopna. Enn ein hefðin sem ekki er fyrir hendi hér.

Ég legg því til að við við söfnum saman öllum okkar dýrmætu spilum.

Ég legg til að leitað verði eftir aðstoð erlendis frá.

Ég legg til að valinn hópur, - "spilin okkar",  komi saman til að finna þá lausn sem möguleg er í stöðunni.

Ég legg til að þetta verði framkvæmt. 

Takk, Jakobína. þú ert hetja í mínum augum.

Hlýjar kveðjur frá mér

Ingibjörg SoS, 7.12.2008 kl. 02:02

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er alveg sammála þér Jakobína, en ég tel að Samfylkingin beri ekki minni ábyrgð, því það er þeim í lófa lagt að losa okkur undan þessari óstjórn.

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 10:53

7 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Við getu ekki látið okkur detta í hug að við getum staðið upp í hárinu á löndum heimsins við erum eyland háð öðrum ríkjum. Þegar við þorum ekki einu sinni að veiða hval vegna viðskipta hafta hvað með ríki sem yrði stimplað sem ræningjar eitt af auðugustu löndum í vestrænum heimi ætlar að láta það viðgangast að ekki verði staðið við skuldbindingar sem á okkur hvíla Það er á ábyrgð Ríkisins að menn komast svona langt í skuldasöfnun með því að stoppa þetta ekki eða reka þessi fyrirtæki úr landi þannig að skuldirnar væru ekki á Íslenskri kennitölu. Það líður eingin þjóð að önnur ræni hana án bóta. Ríkistjórn Íslands Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið bera ábyrgð á þessu ástandi með því að hafa ekki stoppa þessa gjörð útrásarvíkinganna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 7.12.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er heimsins mesti aumingjaskapur og aumingjarnir ætla að vinna úr honum aftur. Treystum við því?

Vilborg Traustadóttir, 7.12.2008 kl. 11:10

9 Smámynd: Rannveig H

Ég tek undir Með Árna reyk við verðum að finna leið til að losa okkur undan þessari áþján.  Ég geri ábyrgð Samfylkingingar ekki minni þeir geta slitið þesari stjórn. Það er endalaust verið að brjóta á okkur, af .við að "erum ekki þjóðin"

Rannveig H, 7.12.2008 kl. 11:25

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Simbabwe var eitt ríkasta land í sunnanverðri Afríku fyrir nokkru síðan.  Stjórn Mugabe stóð fyrir "efahagsaðgerðum" sem kölluðu efnahagslegt hrun, fátækt og óvinsælir alþjóðasamfélagsins yfir þjóðina.  Það breytir ekki því að stjórn Bugabes situr enn við völd og telur sig best til þess fallna að leiða þjóðina út úr ógöngunum. 

Það sem Simbawe og Ísland eiga m.a. sameiginlegt er að óvinurinn er við stjórnvölinn í Bretlandi og heitir Gordon Brown.

Magnús Sigurðsson, 7.12.2008 kl. 11:57

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er rétt öll ríkisstjórnin er ábyrg fyrir ástandinu í dag. Samfylkingin er nú að bæta gráu ofan á svart með því að reyna að telja þjóðinni trú um að innganga í ESB leysi þjóðina undan verðtryggunni en það er ekki rétt. Við losnum við verðtrygginguna ef við tökum upp einhvern erlendan gjaldmiðlil.

ESB umræðan í dag er enn eitt merki um heigulshátt ríkisstjórnarinnar. ESB er búið að kúga ríkisstjórnina til þess að ganga að afarskilmálin og nú vill samfylkingin að við kyssum bakhlutann á þeim með því að fara fram á það þeir ættleiði okkur.

Við verðum að losna við þetta lið!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:45

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Siðferðisvitund íslenskra ráðherra er á sama plani og hjá Mugabe en óvinur okkar heitir ekki Brown. Ríkisstjórnin er óvinur no. 1. Það er í lagi að við missum vinnuna og húsnæðið en það er ekki í lagi að kjósa? Það er fáránlegt af þessari ríkisstjórn að halda að hún hafi umboð kjósenda við svona aðstæður. Sjálfsstæðisflokkurinn fékk sitt umboð í skjóli öflugrar efnahagsstjórnar. Öflugrar efnahagsstjórnar! Hvar er hún núna? Efnahagurinn rjúkandi rúst og allt sviðið í kringum þá en það er enn staðið glottandi framan í þjóðina og sagt að það sé verið að vinna vinnuna sína. Þjóðin er búin að segja þeim upp en það vantar greinilega öryggisverði til að bera þá út.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.12.2008 kl. 12:46

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Ævar, óvinurinn er ekki Brown.  En hann er sá óvinur sem allir flokkar á Alþingi hafa getað sammælst um og þingmenn hafa vakið máls á erlendis hvar sem því hefur verið við komið. 

Magnús Sigurðsson, 7.12.2008 kl. 14:11

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek undir hvert orð sem þú segir Jakobína, mér finnst stjórnarandstaðan alltof slöpp og vildi gjarnan hafa manneskju eins og þig á þingi.  Reyndar er þessi skuldastaða eitthvað á reiki þar sem einhverjar eignir eru á móti, þó við vitum ekki hvað þær eru miklar en þá átti heldur ekki að loka pakkanum.

Ég hef lesið að talan sé nær 9500 milljörðum króna sem er yfirdrifið í samanburði við 140 milljarða sem fóru í að reisa Kárahnjúkavirkjun.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 15:45

15 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir þetta Jakobína. Ég skammast mín nú ekkert fyrir Geir og hans fylgdarlið - ég kaus þau ekki, hvorki Geir né Sollu. Hins vegar skammast ég mín fyrir þjóðina sem nú er í óða önn að troða bómull í eyrun og kaupa jólagjafir sem aldrei fyrr - hér. Er þessu fólki yfirleitt við bjargandi?

Sigurður Hrellir, 7.12.2008 kl. 18:32

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Innflutningur það sem af er ári 2008 er ca. 400 milljarðar.
Útflutningur það sem af er ári 2008 er ca. 370 milljarðar.
Samneysla ársins 2007 var tæpar 317 milljarðar.
Einkaneysla ársins 2007 var tæpar 750 milljarðar.

Heimild: hagstofa.is.

Við höfnum Icesave og AGS-lánunum. Látum EINKAbankana þrjá fara í þrot. Sparisjóðirnir, sem tóku ekki þátt í glæpastarfseminni, gætu tekið yfir hlutverk þeirra.

Vegna gjaldeyrisþurrðar myndi innflutningur stórminnka og líka útflutningur ef ESB-ríkin munu beita ofbeldi og setja viðskiptaþvinganir. Stór hluti af innflutningi er óþarfi 100-200 milljarðar í það minnsta. Einkaneysla myndi snarminnka af sjálfu sér. Hvað skyldi auk þess útrásarpakkið eiga stóran hluta af þessari einkaneyslu?

Stór hluti af framleiðslufyrirtækjum færi á hausinn, en ný gætu sprottið fram án þess að vera með risavaxinn skuldabagga á herðum.

Væri þetta hægt? Aðeins með mikilli samstöðu þjóðarinnar, en mér hefur stundum þótt það vísindalega sannað að þjóðin geti ekki staðið saman.

Segjum að við tökum lánin og allt hagkerfið verði á fullu, en þó einhver samdráttur sem AGS hefur spáð, 10% ef ég man rétt.

Við munum þurfa að borga 2-300 milljarða á ári þegar greiðslur hefjast. Hvernig í ósköpunum eigum við að geta það af 400 milljarða útflutningi, með flestar atvinnugreinar skuldsettar í botn og borga þar af leiðandi mjög lítinn skatt?

Þá er ekkert um annað að velja en að senda reikninginn inn á fæðingardeildina á Landsspítalanum.

Er þá nokkuð verri kostur að standa á rétti okkar og neita að borga Icesave og neita að gangast undir þrældóm AGS?

Allavega er eitt á hreinu: Skuldir einkabanka eru ekki skuldir þjóðarinnar.

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 19:02

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ríkisstjórnin er óvinur þjóðarinnar í dag. Þjóðin er gríðarlega skuldsett hver sem niðurstaðan verður. Ég tek undir með Sigurði en ég held að þjóðin sé ekki búin að fatta ástandið og fattar ekki að við erum nú að lifa á láni frá börnunum okkar. Ég tek undir með Theodór, við verðum að skoða leiðir sem fela ekki í sér skuldsetningu barna okkar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 19:54

18 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sammála thér Jakobína

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:14

19 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ríkisstjórnin er óvinur fólksins númer 1, og ég skammast mín fyrir Geir Haarde.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband