Þýskir fjölmiðlar gagnrýna skuldbindingar vegna bankareikninga í Þýskalandi

Sérfræðingar í Þýskalandi deila á að þýska ríkisstjórnin skuli lána íslendingum 308 milljón evrur til þess að þeir geti borgað út allar innistæður í Kaupþingi þar í landi.

Sérfræðingar hafa gagnrýnt í þýskum fjölmiðlum að verið sé að verðlauna fólk sem tekur áhættu. Og það þykir sérlega varhugavert. Bara til að fólk fari nú ekki að vantreysta bönkum og hætti að spara - þetta eru rökin sem koma frá þýska ríkistjórninni - og þykja mjög umdeilanleg.

Staðreynd er að þýskir bankar þurfa að vera með 100 % baktryggingu fyrir innistæðum og borga aðeins minni vexti (munar bara hálfu prósenti) en þeir íslensku. Íslensku bankarnir þurftu bara að sýna fram á u.þ.b. 20 % baktryggingu.

Það þykir ekki ofkrafa í Þýskalandi að fólkið kynni sér hvað er að baki svona gylliboðum - og sé sjálft ábyrgt ef það tekur áhættu. Það þykir fáránlegt að þýskir skattborgarar séu látnir borga þetta með því að lána íslendingum - og vona svo að það sé einhverntímann greitt tilbaka.

Þetta er bara lauslegt - en textinn allur með fréttinni er á netinu.

http://www.tagesschau.de/multimedia/sendung/bab/bab558.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvar eru ábyrgðirnar hjá íslensku bönkunum, hef hvergi séð að eignir hafi verið teknar upp í skuldir. Fór það nokkuð fram hja mér?

Rut Sumarliðadóttir, 10.12.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Umræðan er mjög blekkjandi. Ef miðað er við það verð sem hægt er að fá fyrir eignirnar í dag dugar söluandvirði ekki fyrir skuldum (inneignum). Nú segja yfirvöld að bíða eigi með að selja eignirnar og fá hærra verð fyrir þær seinna (eftir þjú ár) en þá þarf að borga 100 milljarða í vexti á meðan.

Ekkert í þessu er tryggt. Eignirnar geta allt eins haldið áfram að lækka. það er jú spáð langvarandi kreppu. Hvað standa Íslendingar uppi með þá? Hvað er að veði?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband