Ríkisstjórnin spilar rússneska rúllettu með velferð þjóðarinnar

Ríkisstjórnin gengur fram og skuldbindur þjóðina um þúsundir milljarða. Sagt er að verið sé að bjarga krónunni. Ríkisstjórnin ætlar að verja rúmlega tveimur milljörðum til aðstoðar fjölskyldum.

Fyrir hverja er verið að halda í krónuna?

Það er vert að spyrja að því hverjir hafi bundið slíka hagsmuni í krónunni að ríkisstjórnin fari nú offorsi við að redda þeim með því að bjarga henni.

Bent hefur verið á leiðir sem ekki munu setja þjóðina í ánauð á borð við þá sem ríkisstjórnin er að hneppa þjóðina í nú.

Þessar leiðir eru hunsaðar og hvers vegna? Jú það þarf að bjarga krónunni og orðspori.

Hvers konar orðspor er það þegar hlegið er að ráðamönnum þjóðarinnar og þeir gagnrýndir um allan heim fyrir illa ígrundaðar ákvarðanir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Krónan er ónýt mikið rétt og þess vegna er svo nauðsynlegt fyrir okkur að skoða hvað felst í aðild að ESB. Það er svo mikið tryggara að vera þar inni með báða fætur og hafa allt regluverkið til að styðjast við. Evra án aðildar er ágæt en aðild er miklu mun tryggari leið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2008 kl. 16:52

2 identicon

Þann 14. nóvember sl. bloggaði ég einmitt um þetta atriði.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabanki Evrópu er nú hættur með eiginlega skráningu á krónunni. Hún er bara neðanmálsgrein hjá þeim og reiknuð pro forma á 290 gegn evru:

http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.html

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 17:43

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já til hvers að halda í krónuna?

Hólmdís Hjartardóttir, 10.12.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er góð spurning. Hvers vegna er verið að kosta svo miklu til til þess að halda í krónuna?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vonandi þorir geðlæknafélag Íslands brátt að álykta um það.

Baldur Fjölnisson, 10.12.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvaða orðspori krónunnar? Trúir og treystir einhver á hana ennþá?

Rut Sumarliðadóttir, 11.12.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband