Samfylkingin gefur skít í trúverðugleika

Nú gengur hver samfylkingarmaðurinn á fætur öðrum fram fyrir skjöldu og játar bæði klúður og vanhæfni. Lúðvík Bergvinson var mjög æstur í Kastljósinu í fyrradag og telur þar samfylkingarmönnum til kosta að þeir hafi ekki vitað eitthvað. Hvað er það sem hrjáir samfylkingarmenn og gerir það að verkum að þeir hvorki heyra né sjá. Honum virðist vera eitthvað uppsigað við fólk sem að trúir því að allir séu að svindla.

Samfylkingin sýnir nú heigulshátt og talar um að lenda í hinu og þessu jafnvel þó að um fyrirséða atburði sé að ræða.

Einkunnarorð samfylkingunnar virðast vera þessa daganna "eftir á að hyggja" en það er ekki nógu gott að fólkið sem stjórni landinu fatti ekki hvað sé að gerast fyrr en seinna.

Mikið er á reiki hvað Björgvin veit og hvað Björgvin veit ekki. Hann þráast samt við að sitja í embætti sem hann ræður ekkert við.

Í dag veit Björgvin þó að Árni Tómasson ræður KPMG til starfa þrátt fyrir að hann veit um vanhæfi fyrirtækisins. Nú skulum við sjá hvort að Árna verði áfram treyst fyrir skilanefnd af hálfu viðskiptaráðherra.

Björgvin, Lúðvík og fleiri samfylkingarmenn virðast gefa skít í trúverðugleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Liggur ekki þjófum á?

Það var að heyra á máli Lúðvíks Bergvinssonar að vegna þess hversu mikilvægt það er að koma í veg fyrir hrun margra atvinnufyrirtækja, þá sé afsakanlegt að gera ólöglega hluti ( þó hann segði það ekki beint) svo sem að selja eignir gömlu bankana sem eru í greiðslustöðvun.
En hvaða atvinnufyrirtæki er hann að vernda? Eru það FS fyrirtækin hans Jóns Ásgeirs og önnur fyrirtæki tengd fjármálaspillingunni?
Lúðvík Bergvinsson talaði líka um það í Kastljósi að halda verði utan um eignir gömlu bankana, þannig að verðmæti þeirra rýrnaði ekki og kröfuhafar fengju sem mest upp í skuldir, þ.e. kröfur sínar.
Hvaða eignir og hvaða kröfuhafa er Lúðvík að tala um?
Stór hluti eignanna liggja t.d. í lánakröfum til margra útrásarfyrirtækja, þannig skulda félög tengd Jóni Ásgeir og öðrum, gömlu bönkunum fleiri hundruð milljarða. Aðrar eignir eru eignahlutir í öðrum fyrirtækjum, sem kunna að tapast að mestu fari þau fyrirtæki í þrot.
Í sambandi við lánakröfur á hendur félögum tengdum Jóni Ásgeiri, þá hafa fróðir aðilar staðhæft að söluvirði þeirra nú sé langt í frá nægjanlegt til að standa undir þeim kröfum.
Þá vaknar spurningin, ætla skilanefndir bankanna að reyna að semja þannig við Jón Ásgeir og aðra, að meira fáist upp í lánakröfurnar í framtíðinni heldur en ef viðkomandi fyrirtæki færu í þrot nú eða eftir skamman tíma?


Varðandi eignir sem eru hlutabréf í öðrum fyrirtækjum, ætla skilanefndirnar að láta kannski nýju bankana dæla fé í sum þeirra fyrirtækja til að halda þeim á floti svo hlutaféð eyðist ekki í gjaldþroti?


Og þá eru það kröfuhafarnir. Það er t.d. fólk sem átti inni á bankareikningum ýmiskonar ( tryggðar innistæður), og séreignalífeyrissjóðum, Seðlabankinn og erlendir bankar.


Nú koma fréttir um það að ríkið ætli að bjóða erlendum bönkum að fá hluti í nýju bönkunum upp í kröfur í gömlu bönkunum.


Ríkisstjórn Íslands kann sér í raun ekki læti, ætlar að útdeila, eða selja eignir út og suður, bæði úr nýju og gömlu bönkunum.


Hún virðir í því brölti sínu engan lagaramma og gerir ekki skil á eignum nýju og gömlu bankana, enda ekki fullsamið efnahagsreikninga fyrir nýju bankana ennþá, að ég best veit. Og það bólar ekkert á virku, óháðu eftirlitsteymi. Þeim liggur á, segir Lúðvík.

 Þá spyr maður af réttmætri tortryggni, liggur ekki þjófum alltaf óskaplega á á ránstað?

SÞR (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband