Sár bágindi og spillingargræðgi

Nú gengur það orð á götunni að einn þingmaður samfylkingarinnar sé að fá hundurð milljóna eða jafnvel milljarða afskrifaða í einum ríkisbankanum. Sá hinn sami mun hafa verið í fasteignabraski og þegið ýmis gæði af útrásarmönnunum. Tætararnir eru að sögn á fullu í bönkunum. Yfirfullt var í gær hjá samtökum sem sjá um matargjafir. Hjá einum slíkum mættu hundruð manna og mun hafa verið viðlíka hjá öðrum samtökum. Hjá einum slíkum samtökum brutust út slagsmál um mat og þurfti fólk frá að hverfa matarlaust vegna þess að birgðir kláruðust.

Er þetta Ísland í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

æ þetta er svo dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er sorglegt

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er þess vegna sem enginn segir af sér. OJ bara!!! Burt með spillingarliðið!

Vilborg Traustadóttir, 11.12.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég fékk þessa tölu þ.e.a.s. 3500 manns frá konu sem hafði þetta frá fyrstu hendi en ég ætla að kanna það betur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:38

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég vil benda bágstöddum á að heimsækja viðkomandi þingmann og fá í gogginn hjá honum daglega! Við eigum það inni hjá honum og þeim sem hafa sukkað á okkar kostnað.

Vilborg Traustadóttir, 11.12.2008 kl. 16:39

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

... og nú er bara að setja klút fyrir vitin og  segja upphátt hvaða þingmaður SF hefur verið stórtækur í fasteignabraski

Flosi Kristjánsson, 11.12.2008 kl. 16:40

7 identicon

Sæl Jakobína.

Já, ég er ekki allveg að átta mig hver þetta er,og fylgist nú sæmilega með ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:42

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ertu að tala um Lúðvík..er hann ekki búinn að standa í einhverju fasteignabraski? Heyrði allavega eitthvað um það í útvarpinu í gær  held ég...ekki skrítið að hann hafi verið eins og asni í Katljósinu ef hann hefur svo sjálfur fullt að fela.

Já ég heyri líka um að stöðugt fleiri sæki sér aðstoð til hjálparstofnana en hana er því miður ekki að fá fyrir alla og þá brjótast út slagsmál þegar maturinn klárast áður en allir fá. Skil það mjög vel en er þetta ekki alveg hörmulegt ástand??  Og á meðan ganga tætararnir fyrir þá sem sátu við kjötkatlana og ætla að stija þar áfram sama hvað.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 16:43

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þórarinn þú verður bara að hlusta eftir orðinu á götunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Jakobína, þetta er enn í kjaftasöguformi, en það er oft glóð undir reyk.

Vilt þú vera svo væn að koma þessum upplýsingum til félags sem heitir Borgarafundur og eru til húsa í Borgartúni 3.  Það er ungt og kraftmikið fólk sem vinnur í sjálfboðavinnu við að upplýsa spillingarmál.  Það hefur miklu meira komið út úr þessu hjá  þeim en rannsóknarliði ríkisstjórnarinnar sem situr á rassinum og þiggur góð laun.

Sigurður Þórðarson, 11.12.2008 kl. 16:44

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er líka merkilegt að meðan sumir eiga ekki til matar æsa framsóknarmenn sig yfir að einhver skuli koma með hugmyndir um að efla matvælaframleiðslu innanlands. Hvet fólk til þess að ráðast á hann í kommentum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:47

12 Smámynd: Diesel

Mér finnst einhvernvegin eins og þið séuð ekki betri en ríkisstjórnin ef þið getið ekki gubbað ipp nafninu. Kjaftasaga eða ekki, þá eigum við skilið að fá að vita hvur þetta er, þó að ekki sé nema til þess að einhver geti rannsakað málið....

En þó er nú gott framtak að koma svona upplýsingum til okkar...

Diesel, 11.12.2008 kl. 16:52

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við verðum að krefjast þess að öll börn fái heita máltíð frítt í skólunum þegar svona árar. Það væri í alvöru aðstoð við heimilin í landinu. Veit að það eru margir foreldrar hættir að hafa efni á heitum máltíðum í skólunum...þau börn eiga bara að fá að borða þar eins og hin.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 17:03

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er sammmála þér Katrín. Við verðum að vera vakandi yfir velferð barna í þessu ástandi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:09

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Meira um samspillinguna hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:17

16 Smámynd: Rannveig H

Til að auðvelda kostað við að börn fái fría máltíð í skóla má afnema borgastjóralaun hjá 3. mönnum þeir eru í dag borgarfulltrúar.Varaborgarfulltrúar eiga ekki að vera á föstum launum það er siðlaust Gísli Martein á ekki að vera með hálfa miljón í laun við nám út í Skotlandi. Þessu verður að taka á.                                                                                                                                                                            ps Það ganga miklar sögur af Lúðvík núna. Litli bankamaðurinn er allstaðar.

Rannveig H, 11.12.2008 kl. 17:24

17 identicon

Mér finnst þú verða að nafngreina mannfj.... annars liggja allir stjórnmálamenn undir grun og þeir eru nú misjafnir.  Hmmm.... sennilega trúa menn öllu upp á Lúðvik eftir að vitnaðist að hann hefði verið með Baugsfeðgum á snekkjunni -The Viking við strendur Flórída eins og ég sá hér http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/10/studningsmenn-samfylkingar-gefast-upp-a-flokknum/#comments  

 En sækjast sér að líkir.

solla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:36

18 Smámynd: Diesel

Ég er einn þeirra sem hef bráðum ekki efni á því að gefa börnum mínum að borða í skólanum. Það verður minna og minna sem maður hefur á milli handanna um hver mánaðarmót.

Jón, þetta er satt. Maður þarf að fara að gefa þeim sem minnst mega sín. Hætta að styrkja börn í Afríku og líta sér nær. Oft var þörf...

Áfram Ísland ohf

Diesel, 11.12.2008 kl. 19:04

19 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað eiga allir að leggjast á eitt til þess að þeir sem verst standa fari ekki illa. Það þarf líka að stöðva spillingu og sérgæsku yfirvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband