2008-12-13
Heitar sögur úr þinginu (orðið á götunni)
Heitasta frettin í dag er að Landsbankamaður sé farin að mala á fullu og nafngreinir þingmenn sem eru á fulla að fá skuldir sínar tættar.
Sögunni fylgir að DO hafi þessi sönnunargögn, þetta er ein af leynibombum hans en hann er með gögnin um þetta mál og líka mál á fleiri þingmenn. Þess vegna mun hann fagna utanaðkomandi rannsókn.
Upplýsingar um brask þingmanns samfylkingarinnar er ekkert einstakt á samkvæmt sögunni að koma úr átt DO, sem gerði slíkt hið sama við Þorgerði Katrínu á sínum tíma í tengslum við Kaupþing í nóvember sl.
Umræddur þingmaður samfylkingarinnar og fasteignabraskari er ekki sá eini sem fékk sk. "mútu lán" hjá L.Í, lán með helmings lægri vöxtum en gengur og gerist.
Sagan segir líka að þingkona hafi fengið 75 milljónir líka á vildarkjörum til að kaupa hlutabréf í Decode - sem er líka verið að afskrifa
Fjölskyldumeðlimur ráðherra fékk Keflavíkurflugvöll á 11 miljarða en ásett verð vallarins eru 50 miljarða á vildarkjörum frá L.Í en hann hefur aldrei þurft að borga krónu af því og það er verið að afskrifa það líka.
Sú sem sendir þessar upplýsingar segir þær vera staðfestar og sanni að fjöldi þingmanna séu innblandaðir í viðskipti af þessu tagi á einn eða annan hátt en þó ekki allir.
Sigurjón er að vinna í þessum afskriftum á vegum Landsbankanum í Apóteksturninum í Austurstræti og þá vinnu er hann að vinna augljóslega í felum með tætarana í fullum gangi.
Og svona í lokin þá segir sagan einnig að einn ráðherra sé með myntkörfulán upp á einhverja tugi milljóna, borgar á aðra miljón af því á mánuði og mér skilst að KPMG hafi verið að vinna að afskriftum fyrir hann þegar þeir voru stöðvaðir í fyrradag, eitthvað hefur þó lögfræðingur Glitnis og mágur ráðherrans fengið þegar afskrifað nú þegar.
Viðkomandi segist hafa það staðfest að DO hafi svona upplýsingar á nánast allan þingheim og er því sallarólegur. Því þori þeir ekki að hrófla við honum og láti hann því frekar valta yfir sig á meðan þeir fá að láta tætarana ganga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegt,hvar á þessi andskoti eftir að enda. Ég var búin að fá emil um þetta og þar voru nöfnin á fólkinu. Litli bankamaðurinn lætur hina ekki sleppa þegar hann ar húkkaður sjálfur.
Rannveig H, 13.12.2008 kl. 01:31
Ok Jón
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:49
Vá!! Hvernig táknar maður orðleysið á undan orðaflaumnum Þetta er auðvitað það alvarlegt að ef nöfnin á þessum einstaklingum er þegar komin fram einhvers staðar þá sýnist mér vera full ástæða til að samtök fóksins taki sig saman og kæri!!
Það getur ekki verið annað en hægt sé að kæra í nafni þjóðarinnar fram hjá íslenskum stjórnvöldum. Við sendum út neyðarkall og lýsum eftir lögmönnum og dómurum sem eru tilbúnir til að taka upp málið fyrir hönd þjóðarinnar gegn spillingaröflunum og glæpalýðnum.
Þrælahald er ólöglegt og miðað við allt og allt þá þýða neyðarlögin, fjárlögin og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagvart almenningi ekkert annað en hann er hnepptur í ánauð. M.ö.o. gerður að þrælum peningamaskínunnar!
Svo einn svona útúrdúr í sambandi við þessa pappírstætingu alla. Lifum við ekki á tölvuöld
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 03:09
Mér skilst að tölvugögn séu ekki marktæk fyrir dómi ef frumritið er ekki lengur til eða sklafest. Þannig að tætaararnir eru að vinna þart verk ef rétt er. Sönnunargögnin horfin og farin. Ég hef líka heyrt þessar sögur og ofbýður svo spillingin og það er líka talað um að a.m.k 80%þingheims sé á einhvern hátt innvikklaður í svona hluti. Mútul´´an og aðrar fyrirgreðslur. Það skýrir reyndar hversu haldnmáttlausir þingmenn hafa verið í sað standa vörð um hag almennings. Það þorir enginn að múkka þarna inni. Sitja öll í sömu súpunni líklega.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 08:33
afsakið stafsetningavillurnar...er stundum að flýta mér of mikið!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.12.2008 kl. 08:34
Ég fann þetta fyrst í gærkvöldi í athugasemdum á bloggsíðu minni
http://blogg.visir.is/arikuld/2008/12/12/1212-2008/#comments
Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta lenti þar fyrir það fyrsta, sendandinn er Rósa sem kveðst hafa fengið þetta sent í tölvupósti. Ég er búinn að senda henni tölvupóst. Þegar þetta er skrifað hefur Rósa ekki svarað. Þetta eru það alvarlegar upplýsingar að við getum ekki látið þær fram hjá okkur fara. Nöfn hlutaðeigandi koma þar fram.
Í dag verð ég á Austurvelli að mótmæla, þarf að dvelja í borg óttans um helgina.
Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 08:35
Arinbjörn: Ég var sendiherra Norðurlands sl. laugardag á Austurvelli. Þú núna. Það verður örugglega magnað að standa í 17 mín. í þögn með fjöllmenninu þar. Ef það verður boðið í byltingarkaffi eins og sl. föstudag skora ég á þig að fara. Það var a.m.k. ógleymanlegt fyrir mig.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 11:22
Ég væri ekki hissa þótt það væri mikið til í þessu.
Spillingin sem hefur viðgengist hér á landi í áratugi er hroðaleg. Ég held að við fáum aldrei að vita nema lítið brot af því sem hefur viðgengist.
Svo munum við eflaust öll eftir alþingismanninum sem var dæmdur fyrir þjófnað en svo einfaldlega veitt uppreisn æru og er löngu kominn á þing aftur.
Atvinnupólitíkusarnir okkar að Kirkjustræti 14 eru líklega með þeim siðspilltari sem fyrirfinnast.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:39
Helvítis fokking fokk.. á engin orð lengur ef satt reynist. Hef oft sagt að það er svona J.Edgar Hoower bragur á hlutunum, hreðjatök á hinum og þessum vegna leyndarmála sem ekki þola dagsljósið.
Rut Sumarliðadóttir, 13.12.2008 kl. 12:47
Ég er farin að hallast að því að Steingrímur J. þurfi að komast að sem fyrst. Þetta sukklið er búið að þeyta okkur aftur í steinöld og hann er maðurinn sem kann að vinna við þær aðstæður!!!
Hann myndi einnig vægðarlaust láta þetta fólk sæta ábyrgð.
Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 13:28
Ég hef veitt því sérstaka athygli að Steingrímur J. er hættur að vera reiður og velt fyrir mér hvaða ástæður kunna að liggja að baki því. Mér finnst nefnilega full ástæða til að vera bandsjóðandisnældusnarvitlaus einmitt núna!!
Tókuð þið eftir því hvernig hann kom fram í viðtalinu inni á mbl.is um endurnýjaða fjárlagafrumvarpið? Það var bara hreinlega eins og hann væri að tala um að veðurspáin hefði ekki staðist frekar en við var að búast...
Ég get alveg tekið undir orð Steingríms í þessu viðtali en hvar er vandlætingin og reiðin sem honum hefur verið svo lagið að sýna þegar honum er misboðið.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:39
Miðað við það sem undan er gengið virðist Davíð hafa tök á valdamönnum. Ef það sem kemur fram í póstinum hér að ofan reynist rétt skýrir það margt í óskýranlegu framferði yfirvalda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:25
Ég er EKKI stuðningsmaður Samfylkingarinnar - en það er grafalvarlegt mál að setja nöfn fólks við svona athæfi nema því aðeins að óhrekjanlegar sannanir liggi fyrir - í öðru lagi vil ég benda fólki á að þingmenn ( eins og annað fólk ) er saklaust þangað til sök hefur verið sönnuð. Hafi einhver þessar sannanir ber að fara með þær rétta boðleið. Að fá Steingrím að sem fyrst - ?? sennileg ástæða fyrir því að hann er aðeins farinn að tala f minni galgopahætti og rembingi en hann hefur gert undanfarna tæpa 2 áratugi gæti verið sú að sá möguleiki er fyrir hendi að hann setjist í ríkisstjórn á næstu mánuðum og þá með Sjálfstæðisflokknum.
Kristinn Örn setur fram það álit sitt að spilling ...... svo kemur Rut og sýnir fram á orðaforða sinn og enskukunnáttu og tekur undir orð Kristins sem væru þau heilagur sannleikur. Slakið á gott fólk. Svona talsmáti gerir ekkert annað ena að auglýsa ykkar eðli. Hefur ekkert með annað fólk að gera - hvorki á þingi eða utan þess. Höldum umræðunni á vitsmunanótum - fúkyrðalaust - byggða á staðreyndum en ekki ágiskunum.
Gleðilega hátíð
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.12.2008 kl. 18:50
EG trúi øllu í dag. Thad er líka alveg ótrúlegt hvad virdist vera haldid verndarhendi yfir øllum í dag, rádamønnum, bankamønnum og fleirum.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 13.12.2008 kl. 18:53
Það er undarlegt hvernig stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar ætlast endalaust til þess að almenningur megi ekki segja orð nema að fyrir liggji óyggjandi sannanir fyrir. Valdhafar mega hinsvegar ganga um í skjóli nætu og eyða sönnunargögnum. Eyðileggja rannsóknir með því að draga þær þannig að öruggt sé að engin sönnunargögn séu eftir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:27
Hluthafar í Landsbanka á Íslandi og nú í Lúxemburg eru æfir þar sem þeir munu tapa mest á afgreiðslu af þessu tagi. Þeir þingmenn sem hafa fengið lán hjá Landsbanka Íslands á vildarkjörum eiga að sjá sóma sinn í að stíga fram, það á að þrýsta á þá líkt og gert var við Þorgerði Katrínu á sínum tíma, hún viðurkenndi sinn hlut varðandi eignaraðild eiginmanns hennar í Kaupþingi og það eru nú orðnar #gamlar# fréttir í fréttaflóði íslenskara dagblaða. Sterkur leikur er að koma þessum upplýsingum áleiðis til hluthafanna í Luxemburg, þeir munu búa við kjör hvað varðar utanaðkomandi og erlenda úttekt á málunum.
En af hverju kemur þetta okkur á óvart, nú er ríkisskattstjóri að hamast við að fá öll gögn um gamla Kaupþing í Luxemburg en fær þau ekki?
Nú í gær samþykkti Alþingi að sk. rannsóknarnefnd eigi ekki að rannsaka samvinnu stjórnvalda og fjármálafyritækja? Hvað segir það okkur? Rannsóknarnefndin á aðeins að rannsaka aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna, því samkvæmt lögunum á að skoða: "fjármögnun og útlánastefnu þeirra,eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið." Samt eru það einmitt tengsl ráðamanna við bankana sem þarf helst af öllu að rannsaka?
Samkvæmt grein Björgvins Sigurðssonar stóð til að auka enn á samvinnu ráðamanna og bankanna. Í greininni má lesa hvernig ráðherrann skipar sér gagnrýnislaust í lið með bönkunum og kallar gagnrýnendur "grátkórinn".
Ekki var við því að búast að ráðherra með þessa afstöðu færi að taka á spillingunni í bönkunum. Og þetta ætlar Alþingi ekki að rannsaka - af hverju ekki?
Hér eru lögin.http://www.althingi.is/altext/136/s/0348.html
Frumvarp um rannsóknarnefnd samþykkt.
SÞR (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:45
Mér dettur í hug að fólk sé skíthrætt um að missa viðurværið annars vegar og hins vegar sé fólk sjálft á kafi í skítnum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:45
SÞR ég tek undir að ráðamenn og þar með talinn Björgvin talar til almennings með hagsmuni bankanna í huga. Þetta stafar af því að hagsmunir bankanna og ráðamanna eru samtvinnaðir. Það er ekki heil brú í þessu. Ráðamenn eru svo spilltir að þeir skilja ekki merkingu orðsins spilling og afhjúpa sig stöðugt gagnvart þeim sem skilja hvað spilling felur í sér.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:57
Oft höfum við talað um helsjúkt þjóðfélagsástand hér á blogginu. Nú held ég að botninum hljóti að vera náð. Þegar við höfum sannanlega orðið vitni að spillingarmálum á borð við "söluna" á varnarliðseigunum og yfirtöku Kaupþing á Sparisjóði Hafnarfjarðar auk sölu á hlut ríkisins í Ísl, aðalverktökum og allt með bláeygum heiðarleikastimpli stjórnvalda eru flestir orðnir dofnir. Síðan kemur hrun bankanna og stórir fjármunir hverfa daglega, skömmu fyrir og eftir þá atburði; fyrri starfsmönnum bankanna er raðað í svonefndar skilanefndir þá er kominn sá jarðvegur fyrir samsæriskenningar að kraftaverk þarf til að stöðva þá ógæfu. Öll höfum við lesið um spillingarástand í myrkum einræðisríkjum Suður-Ameríku og hugsað með skelfingu til þess aumingja fólks sem við það þarf að búa.
En nú erum við sjálf skyndilega stödd í einhverri slíkri atburðarás og það fyrir allra augum! Næstum daglega birtast viðtöl við blaðamenn og aðra áhugamenn sem eru búnir að plægja jarðveg fyrir nýja og aftur nýja lögreglurannsókn. Og nú þetta! Ég er sammála því að svo er komið að athuga þarf hvort ekki sé hægt að kæra þessi vinnubrögð út fyrir landsteina og/eða biðjast ásjár annara þjóða.
En fyrst þarf að ganga með þessar grunsemdir fyrir trúverðugan alþingismann og krefjast þess af honum að hann veki máls á þessu á Alþingi og krefjist umræðu utan dagskrár. Ekki seinna en á mánudag.
Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 00:05
Ég mæli með Atla Gíslasyni. Það var hreint dásamlegt að fylgjast með honum taka Lúðvík Bergvinsson í nefið í Kastljósinu. Þvílík rökfesta!
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:42
þetta útskýrir ALLT!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:58
Tek heilshugar undir með Árna og Tinnu. Ef ég skil rétt þá er að verða til hópur sem ætlar sér að finna flöt á því að höfða mál gegn ríkinu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ég vona að þetta sé rétt hjá mér. Ég fékk a.m.k. athugasemd inn á bloggið mitt út af því sem ég skrifaði fjúkandi reið sem athugasemd nr. 14 við þessa færslu. Nú bíð ég bara spennt...
Við erum a.m.k. mörg sammála um að mörg lög hafi verið brotin á okkur sem þjóð. Ég kann ekki lögfræði en réttlætiskenndin mín segir mér það að það hljóti að vera brot á mannréttindum það sem ríkisstjórnin og önnur stjórnvöld láta yfir íslensku þjóðina ganga. Miðað við að byggðarlög og hagsmunasamtök geta hafið mál gagnvart obinberum stofnunum af hverju ætti íslenska þjóðin ekki að geta farið í mál við íslenska ríkið!?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 06:45
Þetta er ólýsanlegt ef rétt reynist. Svona hluti á að fara með beint í trausta lögfræðinga (veit því miður ekki hvort ríkissaksóknara er treystandi heldur) sem eru til í að leggja fram kærur og vinna í málum af heilindum. Ef eitthvað á að breytast á landinu þá held ég að það hljóti að vera fyrsta skrefið að allt komi upp á yfirborðið og það verði stórhreingerning af þeim toga sem ekki hefur verið gerð áður. Persónulega hef ég fengið mig fullsadda af því að borga af endalaust hækkandi lánum og sjá lífeyrissparnað rýrna og annan hverfa á meðan fimm þúsund kallinn dugar alltaf fyrri færri nauðsynjum í Bónus heldur en í mánuðinum á undan
Soffía, 14.12.2008 kl. 11:05
Ljótt er ef satt er. Er búið að spilla meirhluta alþingismanna? Hvar er hægt að finna óspillt fólk til að stýra okkur útúr þessu. Ef spákaupsmenn fá allt sitt afskrifað meðan saklaus heimilin svelta er ekki von á góðu.
Offari (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:18
Satt er það Offari
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 23:35
Jarinn
14. desember, 2008 - 16:53
Nr. 1 Að taka á glæpamönnum kallast ekki hefndarfýsn
Nr 2. Lúðvík var og er þingmaður sem hefur verið viðloðandi fasteignabrask
skútuferðir í Flórída og fengið miljarðalán hjá Landsbanka Íslands er
er sagt á vildarkjörum. Lánið á líka að vera afskrifað og þá vinnu sér
Tryggvi Jónsson um og Sigurjón fyrrum Landsbankastjóri.
Nr.3 Fyrirtækið Hagar er í eigu Baugsmanna og Tinnu Ólafsdóttur, dóttur
forseta Íslands. Það útskýrir kannski hvers vegna forsetinn verðlaunaði
Jóns Ásgeir fyrir dugnað sinn í fyrra. Hagar voru nú líka að kaupa BT
hér um daginn svo menn eru einsóg Jón orðaði það réttilega enn að
ræna þjóðina.
Þeir sem vilja spyrja út í viðskipti Lúðvíks Bergsveinssonar og vildarkjör hans hjá Landsbanka Íslands skulu bara setja sig í samband við Davíð Oddson, hann hefur þessi gögn í höndum sér og þess vegna hróflar enginn við Davíð ÍSeðlabankanum.
Nú hefur það einnig verið staðfest að Lúðvík, sem þá var þingmaður, var um borð í Viking-snekkjunni hans Jóns Ásgeir og þeim höfðingjum sem lögðu á ráðin að arðræna íslensku þjóðina fyrir mörgum árum. Þarf hann ekki bara að fara að svara til saka eins og aðrir? Davíð er best þekktur fyrir að afla gagna um andstæðinga sína síðan hann var unglingur, það var engin tilviljun að aðal andstæðingur hans, Þorgerður Katrín fékk viðskipti sín í Kaupþingi í hausinn rétt eftir að hún vogaði sér að segja hann vanhæfan í Seðlabankanum hér um daginn. Kjartan Gunnarsson slapp betur enda fór hann á hnén og dró ummæli sín til baka því DO hefur alveg örugglega nóg á hann líka. Davíð má vera eins og hann er en ég tel að þjóðin vanmeti hann því hann er bara í refskák þessa dagana. Hann hefur sagt það oftar en einu sinni að hann muni fagna utanaðkomandi og erlendri rannsókn á tengslum stjórnvalda og bankanna? Hefur einhver annnar sagt það í okkar eyru, NEI?Davíð er ekki á nokkurn hátt tengdur inn í spillinguna í bönkunum, ekki heldur eiginkona hans en það verður ekki sagt um 80% þeirra sem inni á þinginu sitja. Hann bíður bara salla rólegur eftir að liðið gerir út af við sjálft sig og þá mun hann leggja allan pakkann upp á borðið. Þetta er hans taktík, það þekkja óvinir hans allt að 50 ár aftur í tímann og þettar eru engar fréttir í Davíðsborg. Hef persónulega ekkert meira á móti Davíð frekar en öðrum sem eru ábyrgir fyrir stöðu landsins í dag, ég vil bara að menn segi af sér, að eigur glæpamannana verði frystar, þeir handteknir, dæmdir og stungið inn ef sekt þeirra er sönnuð. Sama gildir um ráðamenn sem spilltir eru. En er ekki alltaf verið að flækja málin? ef löggjafavaldið er máttlaust getur þetta aldrei endað nema að fólkið í landinu taki til sín völdin og afgreiði þá bara sjálfir hlutina fyrir vikið. Það er ekkert annað í boði, gerir fólk sér ekki almennt grein fyrir því ? Horfum á Grikkland í dag? Það sama er uppi á teningnum þar og hvað er að gerast þar? Opnum augun, tökum ábyrgð því þögn er sama og samþykki, þeir sem samþykkja ástandið og gera ekki neitt eru jafnsekir og þeir sem brotlegir eru. Ekki gera - Ekki Neitt!
Stjórn Baugur Group vill nota þetta tækifæri til að þakka Tryggva Jónssyni, fráfarandi forstjóra, fyrir vel unnin störf og óskar honum alls velfarnaðar á nýjum vettvangi. http://www.hagar.is/Pages/9?NewsID=397
Davíð mætti á fund með ríkisstjórninni með heilan her af lífvörðum og í lögreglufylgd. Það er ekki vegna ótta við almenning heldur vegna þess
að hann ógnar stjórnvöldum og það gerir hann það hispurslaust.
Ef við værum með ábyrga aðila við stjórn þyrfti ekki Pétur og Páll að koma þeim upplýsingum á framfæri á bloggi um viðskipti og afskriftir ráðamanna í bönkum hér á landi. Við getum bara spurt okkur sjálf hvers vegna í ósköpunum eru engir erlendir bankar með útibú hér á landi, ég meina við erum með útibú um allan heim? Er það tilviljun ? Er það líka tilviljun að nú eru allir bankarnir annað hvort í eigu ríkisins eða Jóns Ásgeira líkt og fjölmiðlarnir? Ef við værum ekki með spillta ríkisstjórn, fjármálaeftirlit, löggjafavald, o.s.frv, þá væru menn bara að vinna sína vinnu og koma upp um þessi mál, ekki satt? Hver er þá ábyrgur fyrir áframhaldinu, er það ekki bara ég og þú?
Jarinn (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:21
Ja hérna hér. Ég er nánast orðlaus.
"Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma, Íslandi helgar þú krafta og starf".
Tja, eða þú helgar eigin græðgi þína krafta og starf. Eða safnar að þér viðkvæmum upplýsingum um vini og andstæðinga til þess að geta haldið um tögl og haldir í íslensku samfélagi þangað til þú deyrð drottni þínum.
"Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf".
Augljóslega ekki. Við þurfum greinilega að varpa af okkur oki hinna ríkjandi stétta. Þetta getur ekki gengist við hjá siðmenntaðri og þróaðri þjóð á 21. öld. Er kannski kominn tími á Frelsunarher Fólksins?
Haukurinn, 15.12.2008 kl. 09:14
Hef heyrt að móðurtölvurnar geymi allar upplýsingar þó pappírinn sé tættur niður. Er bankamaðurinn í haldi lögreglu eða Davíðs? Löggan hlýtur að geta fundið út hvað sé satt og hvað ekki ef hún er ekki stöðvuð við það eins mörg 0nnur mál.
Kidda (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:17
Andskotans
en ég verð víst að Bíða
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:14
Bíða eftir hverju?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.12.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.