Framtíðin og skuldabyrðarnar

bildeEr þessi mynd táknræn fyrir framtíð íslenskrar þjóðar?

Verið er að leggja byrðar á þjóðina sem gera má ráð fyrir að hafi það í för með sér að unga fólkið sem er framtíð þjóðarinnar flýji land. Eldra fólk og aðrir verða sligaðir undan þeim byrðum sem dreifast á færri bök. Þetta gleyma valdhafar að hugsa um þegar þeir steypa þjóðinni í skuldasúpu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Valdhafar gleyma ansi miklu þessa dagana.

Vilborg Traustadóttir, 13.12.2008 kl. 20:24

2 identicon

Eitt af því sem einkennir stöðuna núna er að við vitum ekki á hverju er von.

Allt bendir þó til að þetta verði hrikalegt. Mér finnst líklegast að upp í 40.000 eigi eftir að flýja land.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:58

3 identicon

Hvernig er það Jakobína, átt þú ekki eftir að skrá þig hjá Blogggáttinni?

Ég sé ekki þitt nafn þarna.

Þitt blogg verður lesið töluvert meira ef þú skráir þig þarna.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er skuggaleg og dapurleg mynd sem minnir um margt á það spillta einræði sem lítur út fyrir að valdhafarnir berjist við að halda í. Spurning hvort þeir komi auga á það sjálfir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég óttast að það skorti nokkuð á framsýni ráðamanna. Það sem helst vekur manni bjartsýni í dag eru þær skynsemisraddir sem heyrast meðal almennings.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband