Áttar fólk sig á því hvað er framundan?

Ég velti því fyrir mér hvort að almenningur og sumir þingmenn séu búnir að átta sig á því hvað búið er að gera þjóðinni. Stundum fyllist ég sorg þegar ég hugsa til þess hvernig græðgi og valdafíkn þeirra sem treyst hefur verið fyrir þjóðarbúinu hefur leitt af sér þrot.

Ég sé fyrir mér föður sem horfir á litlar dætur sínar sem sofa værum svefni og hugsar um hvernig er búið að kippa stoðunum undan framtíð þeirra á Íslandi. Hugsa Geir og Ingibjörg líka um þetta? babyFyllast þau líka af sorg?

Hafa Geir og Ingibjörg hlustað á orð prófessors Alibers sem er þekktur kreppufræðimaður en hann segir að það sé hægt að finna hæfari fólk í ríkisstjórn landsins með því að fara í símaskránna og velja fólk af handhófi?

Í Sunday Times segir að "í miðbæ Reykjavíkur sitja ungir bloggarar og stelpur með ljóshærð börn og hlægja hvort við öðru. Það er varla hægt að ímynda sér að þetta er í efnahagslega dauðu landi.Það er enn á uppsagnarfresti, hefur lausafé en fallið býður þeirra á næsta ári."

Upplýsa þarf fjölskyldufólk á Íslandi um þær staðreyndir sem liggja fyrir. Foreldar þurfa að skilja hvað þeir standa frammi fyrir til þess að þeir geti brynjað sig fyrir því sem í vændum er. Ef við höfum rangar upplýsingar þá getum við ekki hagað okkur skynsamlega og getum villst af leið.

Valdhafar ættu því að sýna þessari þjóð þá virðingu að upplýsa um staðreyndir og víkja fyrir hæfu fólki sem af heilindum geta leitt þjóðina fram á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála.

Á meðan fólk er ekki upplýst er pláss fyrir mega-afneitun og á meðan er fólk að spreða fyrir jólin. Peninga sem það hefði annars farið varlegar með

Heiða B. Heiðars, 15.12.2008 kl. 01:57

2 identicon

Ætli við fáum nokurn tíman að vita allt? Er ekki verið að fela slóðina og svo þegar allt fer til fjandans verða menn bara hissa.  Jú ég hef áhyggjur af þessu og virkilega orðið tímabært að gera eitthvað í málunum. En hvað getum við gert?

Offari (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er undarlegt að fylgjast með því hvað sumir neita hreinlega að sjá, heyra og skilja. Jafnvel fólk sem ég veit að situr fyrir framan fréttatíma sjónvarps á hverju kvöldi, hlustar á fréttirnar í leiðinni í vinnuna á morgnana og spænir í gegnum blöðin á morgnana. Það er enn fast í spurningum og frösum. Alveg gáttað og skilur bara ekki neitt í neinu. Það er enn í losti. Ég held varla í afneitun lengur en ég vil að það fari að drattast til að taka þátt í mótmælum og aðgerðum! Þetta má nenfilega ekki fara þannig að almenningur borgi upp í gatið sem hann skapaði ekki. Við komum ekki í veg fyrir það nema með aðgerðum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Kær vinkona undrar sig á ad ég bloggi svona mikid um thessi mál. Ég veit varla hverju ég á ad svara henni. Ég er upptekin af framtíd Íslands? Eda: ég er med áhyggjur af framtíd thinni og fjølskyldu minnar? Eda: mér ofbýdur spillingin og hrokinn í valdamønnum?

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:45

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er a.m.k. þau svör sem ég myndi gefa. Þetta eru ástæður sem ég deili með þér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:48

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef áhyggjur af þessu öllu saman. Yfirvöld ætla ekki að láta glæframennina borga og ekki ætla þeir að gera það. Nei það erum við og börnin okkar sem eigum að troða í þessa hýt. Það er þó óhjákvæmilegt að fólk fari að sjá að sér í eyðslu og hugsa fram á veginn. En það er mjög erfitt vegna þess að fólk er svo illa upplýst um stöðuna. Ég hef t.d. áhyggjur af því að erfitt verði fyrir venjulegar fjölskyldur að standa undir menntun barna sinna. Það verður skorið niður hjá LÍN og í skólakerfinu. Heilbrigðiskerfið er kafli út af fyrir sig. Fólk er ekki farið mikið að hugsa um þetta enn þá en það verður að fara að gera það. Og svo verður að rukka glæframennina.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.12.2008 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband