Ekki fyrir fátæka að búa á Íslandi

Það er ekki auðvelt að vera fátækur á Íslandi. Umræðan á Íslandi hefur verið mótuð á þann veg að Íslendingar búi við besta heilbrigðiskerfi í heimi og þess vegna eigi þeir að vera mjög hamingjusamir Íslendingar. Það gleymist hins vegar að benda á að þessi ágæta heilbrigðisþjónusta er varla aðgengileg fátæku fólki og það fer sífellt versnandi.
Baldur McQeen ber komugjöld á heilsugæslu á Íslandi saman við komugjöld í nágrannalandi.
Ég var í London fyrir tveimur árum og þá handleggsbraut sonur minn sig. Ég fór með hann tvisvar á bráðamóttöku. Í fyrra skiptið fór hann í röntgenrannsókn og fékk bráðabirgða mót á handlegginn. Í seinna skiptið fór hann í aðgerð og var sett á hann varanlegra mót. Fyrir þetta borgaði ég ekki neitt.
Þegar heim kom fór ég með hann á bráðamóttöku og mótið var fjarlægt en fyrir það þurfti ég að greiða háa fjárhæð eða einhverjar þúsundir.
Þannig er Ísland í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur stóraukist undanfarin ár.....og stefnir í versnun

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengi átt sér þann draum að einkavæða heilsugæsluna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er mjög hætt við að þeir muni nota tækifærið núna. Ég er þegar farinn að heyra frasa í fjölmiðlum sem benda til þess.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.12.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband