Fátæk þjóð?

Ég dvaldi í Ungverjalandi í nokkra daga í vor. Ungverjar eru eins og menn vita komnir upp á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Yfirvöld í Ungverjalandi sáu þó sóma sinn í því að leggja samningsdrög við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn fyrir þingið þar í landi.

Hvað um það, þetta var athyglisverð og lærdómsrík dvöl. Ég dvaldi hjá dóttir minni sem býr í fjölbýlishúsi. U.þ.b. tíu íbúðir voru í hverjum stigagangi og vakti það athygli mín að einungis tvær ruslatunnur voru fyrir stigaganginn en þær eru losaðar einu sinni í viku. Þurfa Ungverjar ekki að henda rusli spurði ég. Nei, ungverjar rækta mikið sjálfir og nýta umbúðir sem til falla.

Þegar ég var á leiðinni til Búdapest tók ég eftir því að þegar dimma tók voru ljós ekki kveikt í húsunum sem við keyrðum fram hjá. Þegar myrkrið skellur á fara Ungverjar að sofa til þess að spara rafmagnið.

Ekki þarf þó að greiða sérstakt fæðisgjald á sjúkrahúsum í Ungverjalandi en það þarf að taka með sér klósettpappír og hnífapör því þau skaffar sjúkrahúsið ekki.

Nú eiga Íslendingar eftir að læra að vera fátækir. Nýta það sem til fellur og spara rafmagnið.


mbl.is Upptaka fæðisgjalda hugsanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Margt er það sem við þurfum að læra - sér í lagi þegar það kemur að nýtingu þeirra auðlinda sem við höfum aðgang að - og þá er ég ekki bara að tala um mannauð eða græna orku - heldur að endurnýta allt sem við eigum og höfum ekki hikað við að sóa eða taka sem sjálfgefnum hlut.

Birgitta Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hugleysingar.

Sparka í þá sem ekki geta sparkað á móti.

Rut Sumarliðadóttir, 15.12.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með Birgittu  við getum nýtt svo miklu betur

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það er að koma að því að við getum ekki sólundað eins og við höfum gert. Ég held að kreppan verði umhverfisvæn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband