Í hvað fara skatttekjur ríkissjóðs?

Sókrates spyr eftir farandi spurninga á síðu Silfur Egils:

1. Er það rétt að Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, hafi þegið styrk frá ríkinu (skattgreiðendum) upp á 1.5 milljón króna á mánuði sem gerir 18 milljónir króna á ári síðan hún lét af störfum sem forseti?

2. Ef rétt, leggst þessi styrkur þá ekki ofan á þær lífeyrisgreiðslur sem hún hafði áunnið sér á meðan hún sat sem forseti?

3. Hver tók ákvörðun um þessar greiðslur á sínum tíma og á hvað forsendum?

4. Hvenær hættu þessar greiðslur til hennar eða fær hún þær enn? Ef já, á hvað forsendum?

5. Hvað er sú heildartala komin í samtals í dag sem frú Vigdis hefur þegið frá skattgreiðendum frá því hún vék úr embætti?

6. Eru einhver fordæmi fyrir svona greiðslum/styrkjum til fyrrverandi forseta Íslands?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé rétt hjá mér að Vigdís fær 80% af launum starfandi forseta og byggist hlutfallið á þeim tíma sem hún gegndi embætti.

Mig rekur minni til þess að gerður hafi verið sérstakur samningur við Vigdísi um að hið opinbera tæki þátt í rekstri skrifstofuhalds fyrir hana, vegna þess að nokkuð ljóst var að Vigdís myndi ekki draga sig í hlé heldur halda áfram að starfa "fyrir Ísland", eins og það var kallað. Um hvort þetta er sanngjarnt eða ekki, ætla ég ekki að segja - en rökin fyrir því að hið opinbera tæki þátt í kostnaðinum voru þau að Vigdís myndi áfram starfa "fyrir Ísland" þótt hún gerði það ekki sem forseti.

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þarna mætti spara, þekki ekki þetta dæmi en fullmikið amk. ef rétt er. Held hins vegar að hún hafi unnið mörg störf í okkar þágu eftir að hún lét af embætti. Hvort það er enn svo veit ég ekki.

Við höfum ekki lengur efni á n einu prjáli og það þarf að skera niður, mætti gera það í t.d. utanríkisþjónustunni frekar en að rífa matinn úr munni sjúklinga sem ekki geta borgað.

Rut Sumarliðadóttir, 18.12.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að við höfum ekki efni á því að vera með einn forseta hvað þá heldur tvo. Henni er í sjálfsvald sett hvort að hún vinni fyrir Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 17:01

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, það mætti fækka þingmönnum um helming, leggja af forsetaembættið og nýta þessa rándýru utanríkisstarfsmenn itl að mæta fyrir okkar hönd.

Rut Sumarliðadóttir, 19.12.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ef satt er, er þetta rosalegt!! Það er margt sem við þurfum að horfast í augu við og við verðum að hafa það hugfast að oft er spillingin í ákaflega fallegur gervi Mér þykir í sannleika sagt vænt um Vigdísi og vona að þetta reynist ósatt en ef svo er ekki þá má þetta ekki viðgangast bara af því það er hún.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband