Réttlæti, siðgæði og dómgreind hunsuð

Ætlar %$#&# vitleysa ríkisstjórnarinnar engan endi að taka. Vald.org bendir á að "félagslegt réttlæti og pólitískt siðgæði séu hlutir sem erfitt er að festa í lög. Þetta eru dyggðir sem blunda í einstaklingnum og liggja í þjóðarsálinni."

Ríkisstjórn Íslands gefur skít í félagslegt réttlæti og siðgæði af hverjum toga. Nú birtist frétt á visi.is sem greinir frá niðurskurði í barnageðlæknisþjónustu. Þjónusta af þessu tagi heyrir í eðli sínu undir forvarnir og er mjög skilvirk fyrir samfélagið. Að draga úr þessari þjónustu við börn lýsir fádæma grunnhyggni að hálfu valdhafa.

Er ekki kominn tími til þess að heilbrigðisráðaneytinu sé stjórnað af ábyrgð og sá sem þar situr nú fái sér aðra vinnu og fara að fást við eitthvað sem hann hefur vit á?

Vald.org segir að Það beri vott um virðingarleysi og jafnvel mannvonsku þegar dyggðir réttlætis og siðgæðis eru algjörlega hunsaðar. Hagkerfið hrundi til grunna og enginn sem ber ábyrgð sér ástæðu til þess að segja af sér. Það er greinilega grunnt á pólitísku siðgæði á þessu landi segir hann.

Stjórnmálamenn hér á landi ganga fram af mikilli fávisku þegar kemur að því að forgangsraða og draga fram hvað skipti máli í samfélaginu. Skammsýnin er allsráðandi. Íslendingar sitja nú uppi með verstu ríkisstjórn sem sögur fara af. Ríkisstjórn sem vílar ekki fyrir sér að senda geðfötluð börn út á gaddinn á sama tíma og hún hylmir yfir misyndismönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Ég tók greinina af vald.org og birti hana á blogginu mínu (með góðfúslegu leyfi Jóhannesar Bjarnar) hún er hér

og hún er góð

Diesel, 19.12.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er skelfilega gróft.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.12.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband