Hvað kostar "undanþága sem menn nýttu sér ekki" þjóðina?

Í tilskipun ESB er heimild til að takmarka ábyrgð á innstæðum fagfjárfesta, s.s. ríkja, sveitarfélaga, tryggingafélaga o.s.frv. Ef heimildin er nýtt eiga þessir aðilar ekki rétt á greiðslum vegna innstæðutrygginga. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er misjafnt hversu aðildarlönd ESB hafa gengið langt við að nýta sér heimildina (MBL 20 nóv sl).

Viðskiptaráðuneytið fékk ábendingu um það árið 2006 að e.t.v. væri rétt að nýta heimildina. Þetta var í ráðherratíð Jóns Sigurðssonar, þáverandi formanns Framsóknarflokksins. Hinn 30. maí 2007 skipaði nýr ráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, nefnd til að yfirfara ákvæði laga um innstæðutryggingar. Nefndin átti að ljúka störfum í september sama ár. Nefndin hélt fjölmarga fundi en hefur ekki formlega lokið störfum.th_lazy II

Geir Haarde segir "þarna var einhver undanþága sem menn nýttu sér ekki".

Í nefndinni sitja

Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, formaður,

Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands, samkvæmt tilnefningu Seðlabanka Íslands,

Gunnar Viðar, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu SFF, varamaður Margrét Sveinsdóttir, lögfræðingur,

Árný Guðmundsdóttir, lögfræðingur, samkvæmt tilnefningu Fjármálaeftirlitsins, varamaður Guðbjörg Bjarnadóttir, lögfræðingur,

Vilhjálmur Bjarnason, hagfræðingur, samkvæmt tilnefningu Samtaka fjárfesta.

Jónas Þórðarson, framkvæmdastj. TIF, er starfsmaður nefndarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband