Treyst fyrir góðum niðurstöðum?

Valdið hræðist samfélagsgagnrýni og er ekki tilbúið til þess að leita til óháðra aðila þegar málefni sem varða frama og auðsöfnunun valdhafanna er annars vegar.

Páll Hreinsson virðist vera í miklu áliti hjá valdhöfum. Hann hefur verið skipaður í forsvar fyrir hvítþvottarnefnd ríkisstjórnarinnar, Páll hefur unnið fjölmörg störf fyrir dómsmálaráðherra en hefur greinilega notið dálætis Valgerðar Sverrisdóttir líka því samkvæmt Gunnari Axel fól Valgerður Páli að semja lögfræðiálit um stöðu stofnfjáreigenda og þeirri spurningu svarað hvort þeim væri heimilt að selja hluti sína á frjálsum markaði.

Gunnar Axel bendir á að Páll varð við beiðni Valgerðar og skilaði henni niðurstöðu sem var fjármálaheiminum að skapi. Páll komst að þeirri einkennilegu niðurstöðu að það stríddi gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar að setja hömlur á frjálsa sölu stofnfjárhluta í sparisjóðum. Að þessari niðurstöðu komst Páll þrátt fyrir að stofnfjáreigendurnir hefðu aldrei greitt fyrir hluti sína með það í huga að þeim fylgdu slík réttindi, þrátt fyrir að samþykktir sjóðanna kvæðu skýrt á um að stofnfjáreign fylgdi engin bein eignarréttindi yfir sparisjóðunum, þrátt fyrir að um væri að ræða aldargamlar stofnanir sem alla tíð hefðu verið reknar sem sjálfseignarstofnanir í eigu almennings. Páll lagði ofuráherslu á eignarréttindi einstaklinga umfram eignarréttindi almennings, líkt og þau ættu ekki undir neinum kringumstæðum rétt á sér. Í áliti hans fólst sterk pólitísk rétthugsun í anda þeirrar stefnu sem þáverandi stjórnarherrar vildu innleiða í íslenskt samfélag.

Nú ætla valdhafar að treysta Páli Hreinssyni fyrir 150 milljónum af krónum sem sóttar eru í vasa almennings. Svo virðist vera sem Páli sé treyst til þess að framleiða niðurstöður þóknanlegar yfirvöldum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum ekki dæma of fljótt. Svo verða fleiri að vinna við þessa skoðun ekki satt. Það eru aðrir tíma núna, en þegar verið var að selja bankana. Það var gagnrýni þjóðarinnar ekki eins almenn og hörð. En er ekki upplagt að koma fulltrúa frá hinum almennu borgurum í nefndina. Það væri hægt að sækja um það til umboðsmanns Alþingis og sá aðili mundi þyggja laun úr potti frá ríkisstjórninni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.12.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nefndin með Pál í fararbroddi hefur alvald í rannsókninni. Nefndin ákveður hvaða gögnum skal safna, nefndin þarf ekki að auglýsa eftir sérfræðingum heldur getur valið þá af handahófi, Þeir sem starfa fyrir nefndina hafa ekkert vald heldur skuli þeir starfa að höfðu "samráði" við nefndina. Það er ekki verðugt fyrir fræðimenn að starfa fyrir þessa nefnd vegna þess að þeir fá ekki að gera það af heilindum heldur þurfa þeir að hýða skósveinum ríkisstjórnarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.12.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband