Hvaða lygavefur er þetta?

Voru stjórnendur kaupþings að stela hundrað milljörðum af minni hluthöfum með svikamillu?

Hvers vegna þurfti einhver nafnlaus úti í bæ að koma með ábendingu um millifærslurnar í Kaupþingi?

Var skilanefndin að hylma yfir misferlin. Skilanefndin er jú fulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Þýðir þetta ekki að ríkisstjórnin sé að hylma yfir misferlum í bankanum eða eru þeir sem sitja í skilanefndinni algjörir ratar?

Vill einhver vera svo vænn að útskýra þetta fyrir mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Alvarlegt mál.

Vilborg Traustadóttir, 28.12.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Maður veltir ósjálfrátt fyrir sé hverra hagsmuna þessar skilanefndir eru að gæta. Svo maður tali nú ekki um hve margir lykilmanna gömlu bankanna eru enn við störf  í þeim nýju og þar í lykilstörfum. Varla fara þeir að grafa djúpt eftir skítnum.

Haraldur Bjarnason, 28.12.2008 kl. 06:38

3 identicon

Skilanefnd fyrir Kaupþing banka hf.

Steinar Þór Guðgeirsson, hrl. Formaður.
Guðni Aðalsteinsson, rekstrarhagfræðingur.
Knútur Þórhallsson, lögg, endurskoðandi.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.
Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi.

Það er kannski ekki úr vegi að kanna hvort krosstengsl séu milli nefndarmanna og þeirra sem nefndinni er ætlað að rannsaka! Ég man ekki betur en að í gildi séu lög sem banna að mál verði höfðað gegn bönkunum sem heyra undir skilanefndirnar.

Helga (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 07:20

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skilanefndirnar virðast bara vera "yfirklór" stjórnvalda.  Samtrygging og krosstengsl áberandi á öllum sviðum elítu pakksins.

Sigrún Jónsdóttir, 28.12.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

$%"#&$$&$$#"&&//%##" Þori ekki að segja neitt akkúrat núna.

Rut Sumarliðadóttir, 28.12.2008 kl. 12:57

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég held að þetta ástand eigi bara eftir að versna. Ef vel á að vera þarf að rannsaka að nokkrum árum liðnum störf þessara nefnda sem greinilega eru fullkomlega vanhæfar.

Ekkert slíkt mun þó gerast.

Nú þegar er búið að fenna í dýpstu sporin - við getum sáralítið gert.

Og þó - við getum staðið saman gegn Sjálfstæðisflokknum!

Soffía Valdimarsdóttir, 28.12.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við þurfum að standa saman gegn spillingar og samtrygginagrblokkinni eins og hún leggur sig og víst getum við eitthvað gert..veltum þessum valdhöfum úr sessi og hendum þeim út í hafsaugua og tökum sjálf völdin. Þoli ekki að horfa upp á þetta rugl einni mínútunni lengur....þeir halda ekki aðv við séum fávitar. Þeir hreinlega trúa því.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hlustaði á Pál Skúlason í sjónvarpinu í kvöld og tek undir með honum að stjórnmál eiga að vera mál fólksins en ekki atvinna stjórnmálamanna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband