2008-12-28
Stefna ríkisstjórnar GH og ISG
- Halda uppi háum launum valdhafanna. Halda í dýr eftirlaun fyrir valdhafanna sem greidd eru úr vasa almennings. Halda í gæði fyrir valdhafanna s.s. frí afnot af bifreið, einkabílstjóra, dagpeninga o.fl. greitt úr vasa almennings
- Brjóta niður lýðræði því lýðræði veitir valdhöfum aðhald sem þeir vilja ekki
- Halda í siðleysi og græðgishugsun
- Peningar skipta meira máli en fólk
- Draga fólk í dilka og byggja skjaldborg um útvalda
- Byggja undir hina sterku á kostnað hinna veiku
- Bjarga vinum sínum með því að skattpína almenning
- Eyðileggja allar rannsóknir með því að draga lappirnar og láta fenna í sporin
- Fyrirbyggja ekki hrun bankanna því það gefur færi á tiltekt, úthreinsun óæskilegra afla (nýttu ekki undanþágu ESB til þess að verja þjóðin ábyrgð á Icesave og Kaupþing Edge)
- Valdhafar hugsi ekki of mikið því mikil hugsun getur leitt til skynsamlegra ákvarðanna
- Taka kreppunni fagnandi vegna þess að hún gefur yfirvöldum færi á því að brjóta mannréttindi umfram það sem þau hafa áður gert
- Skrifa lög á þann máta að valdhafar geti túlkað þau sjálfum sér í hag
- Skipa vini og frændur í hæstarétt þannig að hæstiréttur sé fús til þess að eyðileggja landslög með hæstaréttardómum sem hafa fordæmisgildi
- Auka ójöfnuð í landinu og skapa stétt fátækra
- Ekki grípa til skattaaðgerða sem gætu skert velferð ofurlaunahafa
- Eyðileggja velferðarkerfið, einkavæða heilbrigðisstofnanir og menntun
- Beita kirkjunni fyrir sig til þess að forheimska fólk (sbr. orð biskups um góðæriskreppu). Múta kirkjunni með 5 milljörðum á ári og biskup fær milljón á mánuði persónulega í sinn hlut.
- Þegar ríkisvaldið er búið að skapa stétt fátækra getur kirkjan hreykt sér af því að hjálpa fátækum en þiggur áfram fimm miljarða af skattpíndum borgurum
- Kirkjan hvetur almenning til þess að senda restina af gjaldeyrisvaraforðanum til Afríki þannig að öruggt sé að ríkisvaldið nái því markmiði að losa þjóðina við allan gjaldeyri og binda hana á skuldaklafa erlends auðvalds
- Valdhafar axli ekki ábyrgð
- Breyta merkingu tungumálsins og heilaþvo almenning
- Hafa fjölmiðla á valdi auðmagnsins
- Beita fyrir sig grunnhyggnu fólki til þess að verja málstað þeirra
- Kenna börnum að læra utanbókar og gagnrýnislaust til þess að þjóðin verði þægari í taumi
- Hneppa afkomendur í ánauð auðmagnsins með verðtryggingu, háum vöxtum og óréttlátri skattheimtu
- Afskrifa skuldir valdhafanna
- Umbera innherjaviðskipti ráðuneytisstjóra og menntamálaráðherra
- Afskrifa skuldir þingmanna
- Fá vini sína til þess að rannsaka sig
- Skipa vini sína í skilanefndir til þess að horfa fram hjá misferli í bönkunum
- Hunsa mótmæli almennings og gera lítið úr þeim. Handtaka mótmælendur á dóms og laga ef þeir gerast óþægilegir
- Vera ráðþrota þegar glæpamenn stinga af með gjaldeyrisvaraforðann til aflandseyja
- Setja engin lög sem geta varnað fjárglæframönnum frítt spil
- Ráða vini og pólitíska velunnara í stöður hjá hinu opinbera. Undirmálsfólk í stjórnunarstöður skapar uppsafnaða vanhæfni hjá stofnunum hins opinbera.
- Ráðuneyti eiga ekki að þjóna almenningi heldur að þjóna flokkspólitískum hagsmunum
- Stofnarnir hins opinbera eiga ekki að þjóna almenningi heldur standa vörð um velferð valdhafanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Facebook
Athugasemdir
Hárrétt upptalning, þetta er nákvæmlega það, sem ríkisstjórnin er að gera. Það má kannski bæta við 20. lið um handtökur og varðhald án ákæru. Allt er þetta eitthvað sem búast má við af íhaldinu en einhverjir eru víst þarna úti, sem héldu að kratar væru öðruvísi innréttaðir.
Björgvin R. Leifsson, 28.12.2008 kl. 17:52
Tek fram að þegar ég setti inn athugasemdina hér að ofan var Jakobína aðeins komin upp í lið 19 ;-)
Björgvin R. Leifsson, 28.12.2008 kl. 18:13
Þetta eru ástæðurnar fyrir því að nú brettum við öll upp ermarnar og mokum þessu pakki út á götu á nýju ári og helst úr landi. Það veit sá sem allt veit að ég mun ekki gefa tommu eftir í því verkefni ekki frekar en allir aðrir sem eru búnir að fá miklu meira nóg af þessu bulli og rugli í kringum þetta fólk sem veit ekkert í sinn haus.
Hlakka til að sjá þig Jakobína í öllum aðgerðum á nýju ári og jafnvel á gamlárs....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 18:19
Já ég er að bæta við. Lagði höfuðið í bleiti. Þygg fleiri hugmyndir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 18:20
Þetta samræmist allveg stefnu auðvaldsins. Ég verð bara að safna pening til þess að geta sagt eitthvað.
Offari, 28.12.2008 kl. 18:32
Þetta er langur listi, en ég sé ekki betur en hann sé sannur, því miður.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 19:50
Gagnrýnin er líka vel þegin, gjarnan rökstudd.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 20:27
Ég tek undir hvert og eitt einasta orð þú ert með þetta alt eins og fyrri daginn. Það eina sem ég set út á er að kirkjan er nær sex en fimm miljörðum.
Burtu með þessa helv....spillingu.
Rannveig H, 28.12.2008 kl. 21:21
já langur listi og ljótur
Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 22:48
Alltaf óbilandi. Ef þú ert ekki félagi í V.g er ég pólitískur vonbiðill við stofnun nýrra stjórnmálasamtaka.
Árni Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 23:20
Ég held að þrátt fyrir þennan langa lista eigi ríkisstjórnin enn eftir að koma okkur á óvart. Það er ekki allt á yfirborðinu. Stefnan ber vott um óskiljanlega heimsku og harðsvífni gagnvart venjulegu fjölskyldufólki.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.12.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.