Stefna ríkistjórnarinnar: gefum skít í almenning

  Túlka má stefnu ríkisstjórnarinnar af ákvörðum hennar, athöfnum og athafnaleysi. Hér er yfirlit yfir stefnu ríkisstjórninnar eins og túlka má hana af ákvörðum, atferli og athafnaleysi.

Almennt

  1. Brjóta niður lýðræði því lýðræði veitir valdhöfum aðhald sem þeir vilja ekki
  2. Gefa skít í traust almennings því hann hefur hvort eð er ekkert lýðræði og getur ekki losnað við valdhafanna
  3. Gefum skít í stjórnarskránna
  4. Halda í siðleysi og græðgihugsun
  5. Peningar skipta meira máli en fólk

Stjórnmál

  1. Valdhafar hugsi ekki of mikið því mikil hugsun getur leitt til skynsamlegra ákvarðanna
  2. Halda uppi háum launum valdhafanna. Halda í dýr eftirlaun fyrir valdhafanna sem greidd eru úr vasa almennings.
  3. Halda í gæði fyrir valdhafanna s.s. frí afnot af bifreið, einkabílstjóra, dagpeninga, laun aðstoðarmann o.fl. greitt úr vasa almennings

Stofnanir og ráðuneyti

  1. Ráða vini og pólitíska velunnara í stöður hjá hinu opinbera. Undirmálsfólk í stjórnunarstöður skapar uppsafnaða vanhæfni hjá stofnunum hins opinbera.
  2. Ráðuneyti eiga ekki að þjóna almenningi heldur eru þau kosningamaskínur sem þjóna flokkspólitískum hagsmunum
  3. Stofnarnir hins opinbera eiga ekki að þjóna almenningi heldur standa vörð um hagsmuni valdhafanna
  4. Fjársvelta eftirlitsstofnanir s.s. efnahagsbrotadeil lögreglunnar þannig að þær geti ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu.
  5. Veita fjármagni til sérstaks saksóknara sem er vinveittur dómsmálaráðherra

Ábyrgð

  1. Eyðileggja allar rannsóknir með því að draga lappirnar og láta fenna í sporin
  2. Fá vini sína til þess að rannsaka sig
  3. Umbera innherjaviðskipti ráðuneytisstjóra og ráðherra
  4. Skipa vini sína í skilanefndir til þess að horfa fram hjá misferli í bönkunum
  5. Halda uppi undirmálsfóki í fjármálaeftirlitinu sem fattar ekki hvað er að gerast í bönkunum
  6. Halda uppi undirmálsfólki við stjórn seðlabankans
  7. Forðast svörtu bókina með öllum tiltækum ráðum
  8. Valdhafar axli ekki ábyrgð

Efnahagur

  1. Fyrirbyggja ekki hrun bankanna því það gefur færi á tiltekt, úthreinsun óæskilegra afla (nýttu ekki undanþágu ESB til þess að verja þjóðin ábyrgð á Icesave og Kaupþing Edge)
  2. Hreinsa peninga af almenningi og troða þeim í vasa auðmanna
  3. Vera ráðþrota þegar glæpamenn stinga af með gjaldeyrisvaraforðann til aflandseyja
  4. Setja engin lög sem geta varnað fjárglæframönnum frítt spil

Bankamál

  1. Afskrifa skuldir þingmanna og annarra valdhafa
  2. Endurráða þá í ábyrgðarstöður í bönkunum sem tengst hafa spillingunni
  3. Afskrifa skuldir fyrirtækja og gefa vildarvinum fyrirtæki
  4. Gefa skít í traust því almenningur fattar ekki hvað er að gerast í bönkunum

Jöfnuður-velferð

  1. Draga fólk í dilka og byggja skjaldborg um útvalda
  2. Byggja undir hina sterku á kostnað hinna veiku
  3. Bjarga vinum sínum með því að skattpína almenning
  4. Auka ójöfnuð í landinu og skapa stétt fátækra
  5. Ekki grípa til skattaaðgerða sem gætu skert velferð ofurlaunahafa
  6. Eyðileggja velferðarkerfið, einkavæða heilbrigðisstofnanir og menntun
  7. Semja lög sem virða ekki mannréttindi, þjóna hagsmunum hinna ríku og hagsmunum stofnanavaldsins

Kirkjan

  1. Beita kirkjunni fyrir sig til þess að forheimska fólk (sbr. orð biskups um góðæriskreppu). Múta kirkjunni með 5 milljörðum á ári og biskup fær milljón á mánuði persónulega í sinn hlut.
  2. Þegar ríkisvaldið er búið að skapa stétt fátækra getur kirkjan hreykt sér af því að hjálpa fátækum en þiggur áfram fimm miljarða af skattpíndum borgurum
  3. Kirkjan hvetur almenning til þess að senda restina af gjaldeyrisvaraforðanum til Afríki þannig að öruggt sé að ríkisvaldið nái því markmiði að losa þjóðina við allan gjaldeyri og binda hana á skuldaklafa erlends auðvalds

Menntun

  1. Breyta merkingu tungumálsins og heilaþvo almenning
  2. Kenna börnum að læra utanbókar og gagnrýnislaust til þess að þjóðin verði þægari í taumi
  3. Ljúga að almenningi og gera hann meðvirkan í veruleikafirringu
  4. Leggja áherslu á menntun sem þjónar auðvaldinu
  5. Draga úr menntun sem eflir gagnrýna hugsun

Almannatengsl

  1. Hafa fjölmiðla á valdi auðmagnsins
  2. Beita fyrir sig grunnhyggnu fólki til þess að verja málstað ríkisstjórnarinnar

Mannréttindi

  1. Hunsa mótmæli almennings og gera lítið úr þeim. Handtaka mótmælendur á dóms og laga ef þeir gerast óþægilegir
  2. Hneppa afkomendur í ánauð auðmagnsins með verðtryggingu, háum vöxtum og óréttlátri skattheimtu
  3. Taka kreppunni fagnandi vegna þess að hún gefur yfirvöldum færi á því að brjóta mannréttindi umfram það sem þau hafa áður gert
  4. Skrifa lög á þann máta að valdhafar geti túlkað þau sjálfum sér í hag
  5. Skipa vini og frændur í hæstarétt þannig að hæstiréttur sé fús til þess að eyðileggja landslög með hæstaréttardómum sem hafa fordæmisgildi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það er sama hvar er drepið niður fæti þar er enn einn skítahaugurinn. Held að ráðamenn almennt séu samvisku- og siðferiðslaust samansafn af keyptu fólki hvort sem gjaldmiðillinn er eftirlaun eða bitlingar fyrir vini og vandamenn. Sem engin lög ná yfir.

Þetta er því miður samantekt sem lýsir ástandinu.

Rut Sumarliðadóttir, 29.12.2008 kl. 11:52

2 identicon

Siðleysi þeirra sem við höfum í blindni leyft að stjórna þessu landi okkar undanfarna áratugi hefur stigmagnast ár frá ári. Þær voru með ólíkindum kannanirnar sem hampað var hér áður fyrr og héldu því fram að Ísland væri minnst spillta land í heimi. Þvílík fásinna, og það vissu það allir.

Þessi samantekt er að mörgu leiti óhugnanlega lýsandi fyrir niðurstöðuna eins og hún birtist okkur almenningi. Þú notar reyndar ansi sterk orð sums staðar Jakobína, en það er þinn stíll og máske ekki hægt annað.

Bloggvinarkveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:19

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já ég gef engum frítt spil. Við náum meiri árangri ef við köllum hlutina réttum nöfnum!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.12.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Ingibjörg SoS

            Þú ert ómissandi, Jakobína!

Ingibjörg SoS, 29.12.2008 kl. 17:21

5 identicon

Jónína: Nú er þáttagreiningin komin á ástandinu, vel sundurliðuð.

Og nýtt ár er að renna upp 2009.

Hvað gerum við borgararnir svo varðandi úrvinnslu þessa ?

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Hákon það er góð spurning. Hvað gerum við svo?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband