Þorir fólk ekki að velta upp þessari spurningu?

það er greinilegt að viðtalið við Pál Skúlason hefur vakið viðbrögð hjá fólki en farið hefur furðuhljótt um þau landráð sem framin hafa verið hér á landi og ég vek athygli á hér. Ég vil benda á frábæran pistil um efnið hér.

Ari lýkur pistli sínum með því að velta upp spurningum um viðbragðsleysi við landráðum:

jú, mér finnst það stórundarlegt að þeir sem stuðluðu að þessari katastroffu séu enn við völd og enn er verið að mæra og púkka undir útrásartröllin. Kannski ætti ég að fara kalla þau landráðmenn og halda mig við það.

Ætlum við að leyfa landráðamönnum hvort sem það eru núverandi valdhafar sem enga ábyrgð axla eða útrásartröllin að halda sínu og vel það eða ætlum við að láta landráðmennina axla sína ábyrgð og hljóta sína refsingu?

Mér er spurn vegna þess að utan við morð og nauðgun eru landráð einhver alvarlegasti glæpur sem nokkur persóna hver sem hún er og hvort sem það er af gáleysi eða ekki getur framið. Myndum við láta grunaðan morðingja eða nauðgara um rannsókn máls? Nei, það myndum við ekki gera.

Hvað finnst ykkur? Af hverju þorir engin að nefna þetta og þegar það er gert er það í framhjáhlaupi og engin fylgir málinu eftir. Er ég sá eini sem þorir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þegar ég horfði á Pál þá upplifði ég að hann hafi verið að lesa hug minn. Eða að hann væri búinn að liggja yfir blogginu mínu. He He ég var svo hjartanlega sammála honum.

Fátt sem hann sagði var mér ókunnugt þó hef ég aldrey í háskóla stigið.

Það er samt svo gott að fá staðestingu á því að hugsun manns er á hásskólastigi.

Ég hef oft talað um landráð og ég hef oft bloggað um landráð.

Og ég hef líka bloggað um það að fólk þori ekki að kalla hlutina það sem þeir eru.

Vilhjálmur Árnason, 30.12.2008 kl. 19:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já landráð er alvarlegur glæpur en það er ekki þar með sagt að fólk eigi að komast upp með að fremja þau.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þar er ég sammála þér.

Vilhjálmur Árnason, 30.12.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband