Svona er vanhæfni byggð upp í stjórnsýslunni

Sjálfstæðismönnum hefur verið mjög annt um að eyðileggja dómskerfið með því að ráða þangari vini og ættingja og gera sjálfa sig ósnertanlega gagnvart lögsókn fyrir mannréttindabrot. Það er þekkt að íslenskir dómstólar leggja ítrekað blessun sína á manntéttindabrot sem alþjóðadómstólar síðar dæma stjónvöld sek um.

Það segir frá því á RUV Árni Mathiesen skipaði fyrir ári síðan son Davíð Oddsonar, Þorstein Davíðsson, í embætti dómara við héraðsdóm norðurlands eystra. Skipunin var umdeild enda hafði dómnefnd metið þrjá umsækjendur um embættið mjög hæfa, Þorsteinn var ekki einn af þeim. Árni var settur dómsmálaráðherra í málinu enda hafði Þorsteinn starfað sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, til fjögurra ára. Árni taldi dómnefndina hafa vanmetið þá reynslu sem felst í störfum aðstoðarmanns ráðherra. Tveir þeirra sem metnir voru hæfari en Þorsteinn kvörtuðu til Umboðsmanns Alþingis, sem skilaði áliti sínu á málinu í dag.

Niðurstaða Umboðsmanns er að annmarkar hafi verið á undirbúningi, ákvörðun og málsmeðferð Árna. Af gögnum málsins megi ekki fullyrða að ráðherrann hafi fullnægt kröfum stjórnsýslulaga um samanburð milli umsækjenda áður en hann skipaði í embættið. Ályktanir Árna af samanburði á starfsreynslu umsækjenda hafi ekki verið forsvaranlegar samkvæmt því sem stjórnsýslulög kveða á um. Að þessu tilteknu sé ekki hægt að fullyrða að Árni hafi skipað hæfasta umsækjandann í starfið eins og hann átti þó að gera.

Umboðsmaður setur einnig út á Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Hann hefði átt að víkja fyrr sæti eftir að ljóst var að fyrrverandi aðstoðarmaður hans væri meðal umsækjenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara lýsandi fyrir stjórn þessa lands og engin furða að við séum þar sem við erum.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband