Logið í áramótaávarpi

Geir hefur hvað eftir annað verið staðinn að því að ljúga á árinu sem nú er að ljúka. það kemur því ekki á óvart að hann skuli nýta áramótaávarpið til þeirra hluta. "Látum ekki yfirstandandi erfiðleika, sem eru tímabundnir, yfirskyggja alla okkar tilveru"segir Geir. Þetta er sami maðurinn og skrifaði upp á þúsund milljarða víxil fyrir hönd þjóðarinnar, að henni forspurðri, til þess að greiða skuldir auðmannanna.

Veit hann ekki að hvað það tekur langan tíma að greiða erlendar skuldir?

Veit hann ekki hvílíka byrði vaxtagreiðslur af erlendum lánum munu leggja á þjóðina?

Jú hann veit það en hann vill ekki að þjóðin fatti hvað hann er búinn að gera af sér.

Hann segir "Tækni þeirra sem hafa hag af því að koma hlutum í uppnám, spila á kerfið og veðja gegn hagsmunum almennings, hefur líka fleygt fram. Þess vegna er mjög brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði og taka fast á öllum brotum" en er hann búinn að gleyma að þeir hinir sömu sem misbeittu reglunum voru vinir hans og að hann samdi sjálfur götóttar reglur fyrir þessa vini sína svo að þeir gætu sinnt þörfum græðginnar.

Geir vill byggja traust meðal þjóðarinnar á lygi.

Gleðilegt nýár Geir og ég vona að þú finnir þér starf við hæfi á nýju ári.

Starf þar sem þú ert undir miklu eftirliti og þarft ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Starf þar sem klúður þitt veldur öðrum ekki miklum skaða.


mbl.is Brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það eru engin takmörk fyrir fagurgalanum þegar kemur að því að reyna að halda í völd sín. Mátt sinn og megin!

En gleðilegt ár.

Vilborg Traustadóttir, 1.1.2009 kl. 02:51

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég túlkaði þessi orð hans sem viðurkenningu á stórfeldum brotum og þar með landráðum enda stærðargráðan slík. Því vænti ég að handtökur hefjist strax á morgun er það ekki?

Arinbjörn Kúld, 1.1.2009 kl. 09:18

3 identicon

Það er ótrúlegt að lesa þessar skoðanir þinar. Að sjá ekki og heyra í Geir hvað þetta allt hefur tekið á manninn, hvað haldið þið að hann sé búinn að eiga margar andvökunætur...og að halda það að hann sé ekki að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að koma þjóðinni út úr erfiðleikunum á sem sársaukaminnstan hátt! Þokkalega skynsamt fólk sér þetta ef það vill, en fólk er bara svo upptekið að því að hengja einhvern akkúrat núna að það sér ekki hve mörg verkefni eru miklu mikilvægari en það akkúrat á þessari stundu...fyrir utan það að við getum alveg sagt okkur það að það sé verið að vinna í fullt af málum sem Jón og Gunna vita kannski ekki um. Allt tekur sinn tíma, og ég hef fulla trú á að málið verði gert upp, gefum þessu nú aðeins meira en 2 mánuði, umfangið er slíkt og vandamálin slík að þetta þarf meiri tíma.

L (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband