Kurteis mótmæli heita samkomur

Til þess að bera nafn sitt með rentu þurfa mótmæli að koma að skilaboðum. Með því að hunsa mótmælendur og gera lítið úr þeim hvetja yfirvöld til beittari aðgerða. Almenningur mun halda áfram að þróa mótmælin þangað til valdhafar meðtaka skilaboðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jakobína, þú þarft nú að skola þinn netta munn eftir svona ummæli. Ertu búin að gleyma Gandhi? Ertu búin að gleyma Jóni forseta? Skrílslæti koma nákvæmlega engu góðu áleiðis. Þau leiða bara til meiri skrílsláta. Kurteisleg mótmæli hafa hins vegar alltaf áhrif.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 02:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hörð Torfason buRRRRRRRRRRttttt.....................!

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 04:01

3 identicon

"Kurteisleg mótmæli hafa hins vegar alltaf áhrif". Þetta eru furðuleg ummæli í ljósi reynslunnar. Í þrjá mánuðu hafa verið mótmæli á laugardögum auk annarra mótmæla á Arnarhóli og víðar. Hvaða áhrif hafa þessi mótmæli haft? Stjórnvöld hlægja að þeim og hunsa algjörlega. Með þessari hunsun hvetja yfirvöld til beittari aðgerða, og fari svo, er það alfarið á ábyrgð yfirvalda.

Ég hef skoðað hinar ýmsu frásagnir og myndbrot af þessum "kryddsíldarmótmælum" og sé ekki betur en að lögreglan eigi þar mikla sök með ótímabærri beytingu piparúða á sitjandi og syngjandi fólk.

Margir hrópa "skrílslæti". Minnir mig svolítið á ein af fyrstu laugardagsmótmælunum, sem voru í alla staði friðsamleg, nema hvað nokkrum eggjum var kastað í alþingishúsi og fáni dreginn að hún. Þá sáu fjölmiðlar ástæðu til að kalla mótmælin "skrílslæti" og "óeirðir" og forsætisráðherran gerði þau orð að sínum.

Í "beittari" mótmælum, má alltaf búast við - og jafnvel bóka - að eitthvað fari úrskeiðis, lögregluþjónn meiðist eða skemmdir verði, slík varð raunin á gamlársdag. Ég sé þó enga ástæðu til að kalla þessi mótmæli "skrílslæti" og hafa öll hin versu orð um mótmælendur sem eru að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Miðað við mótmælin sem við sáum fyrir stuttu í Aþenu eru "okkar" mótmæli mjög friðsamleg - ennþá. Fari þau versnandi er það alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem neita að hreisa út spillinguna.

Gleðilegt ár Jakobína og þakka þér skrifin á liðnu ári.

sigurvin (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 04:14

4 identicon

Hvaða lög hafa verið brotin sem leiddu til gjaldþrot Íslands ?

Hver eru viðurlögin við landráði?

Hver er skríllinn í þessu samfélagi?

Yfirvöld fara eftir lögum eins og þeim hentar hverju sinni.

enda eru þeir eru hagsmunagæslumenn spillingarinnar.
Hver var nú aftur skrílinn?
Takk fyrir árið Jakobína, haltu ótrauð áfram!

s.þ.r (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 04:38

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já lögin eru til þess að halda "skrílnum" í skefjum. Valdhafar gefa skít í lögin þegar þau þjóna ekki hagsmunum þeirra.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband