Eru valdhafar að senda ofbeldisseggi út á göturnar?

það kemur fram á mbl að menn ógnuðu mótmælendum með kreptum hnefum og hrintu fólki og öskraði á það. Það er spurning hvort það hafi ekki verið þessir sömu menn sem köstuðu grjóti inn í hópinn og hæfðu lögregluþjón. Þessir menn voru þarna mættir sem málsvarar ríkisvaldsins.

Ein mótmælandi sætir nú persónuofsóknum. Það eru málsvarar valdaaflanna sem hafa sig í frammi með eignarspjöllum gegn borgurum sem ekki eru í valdastöðu og hafa ekkert brotið á almenningi.

Ofbeldið rennur úr ranni valdhafanna. 1996_20090102_motmaeli

 

Eignaspjöll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér skilst að annar þeirra sé hagfræðingur í Seðlabankanum. Sjá hér.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er ekki óþekkt aðferð..samt fyndið að karlar eins og þessir haldi að þeir geti gengið um og enginn rakið hvaðan þeir koma með sitt ofbeldi og hótnair. Ég hef nú verið á öllum mótmælum og aldrei séð neitt þessu líkt. Ætli stjórnvöld séu að kallla eftir ástandi sem gæti orðið að borgarstyrjöld? Það er ágætis leið til að beina sjónum frá aðaLatriðunum að etja fólkinu gegn hvert öðru. Hrikalegt að þessi maður sé embættismaður hjá okkur.!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband