Vissu af hruninu en gerðu ekkert til að stöðva það

Ég fékk þessi skilaboð í tölvupósti en þau vekja athygli á einbeittum brotavilja valdhafa við að koma þjóðinni í þrot.

Willem H. Buiter, prófessor við London Business School og Annu Sibert, sem meðal annars hefur setið í skuggabankastjórn breska Íhaldsflokksins skrifuðu svarta skýrslu um íslenska bankakerfið.

Vandamál sem leiddu til hrunsins hefðu öllum átt að vera ljós í byrjun árs - árið 2004 - jafnvel árið 2000, skv. skýrslunni. Landsbankinn keypti skýrsluna og ákveður að birta hana ekki. Stjórnvöld fá skýrsluna í hendur í apríl en birta hana ekki.

Skýrslan var ekki birt fyrr en á dögunum, en hún var kynnt þröngum hóp hér á landi í sumar, en sá hópur hefur aldrei verið nafngreindur.

Buiter segir við Markaðinn að þegar hann kom hingað til lands í sumar til þess að kynna skýrslu sína, hafi hann og Sibert jafnframt átt sérstakan fund með fulltrúum úr Seðlabankanum, til þess að kynna skýrsluna, en hún var aldrei kynnt opinberlega.

Augljóst þykir að „svarta" skýrslan sem hér ræðir um sýndi bæði :hversu vanhæf vinnubrögð voru af hálfu Seðlabankans og Landsbankans þar sem skýrslan sem átti að vera opinberuð fyrir þeim viðskiptavinum sem bankinn hafði, einka -og öðrum opinberum hagsmunaaðilum. Siebert nefnir það oftar en einu sinni að hann hafi komið hingað til lands til „að kynna" skýrsluna en birtir hana sjálfur í október sl, í tímariti sem gefið er út og fæst m.a í Bandaríkjunum, Policy Insight.

Ályktun :

Sbr. í X kafla almennra hegningalaga - 91.gr. en þar stendur :

„Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega Jakobína, erum við í nokkrum vafa lengur?

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég setti inn link á skýrsluna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég las hana snemma í hruninu. Bloggaði um hana og skammaðist. Tímabært að rifja hana upp og minna fólk á staðreyndir.

Arinbjörn Kúld, 2.1.2009 kl. 22:47

4 identicon

Jakopína, ég hef rekist á svör eftir þig og ég er bara kjaftstopp, hvernig getur þú réttlætt svona fáranlegar aðgerðir eins og voru við hafðar á gamlársdag og það ekki umboði neins nema nokkura æsingarmanna.

1.Afhverju stofnið þið ekki flokk og undirbúið framboð til að hafa áhrif?

2.afhverju eyðileggið þið málstaðinn fyrir fólki sem vill mótmæla?

3.Afhverju haldið þið ekki áfram að flykkjast á bak við Horð Torfa og frá þeirri samstöðu sem er að myndast i kringum hann gæti orðið öflug hreyfing?

4.Afhverju þurfið þið að eyðileggja hans verk með framkomu nokkura vitleysingja og atvinnumótmælenda sem vita varla hvar þeir eiga heima svo vitlaus eru þau sem hafa komið fram fyrir hönd þessa skríls.

Þú gætir náð langt ef þú hættir að tala niður til lögreglunnar (þá endanlega missir þú fólk frá  þér)styðja svona skríl og ferð að tala málefnalega.

Gleðilegt ár.

Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er á móti ofbeldi og ætla ekki að fara að kyssa skó neinna til þess að halda fólki að mér. Ég hef hingað til ekki orðið vitni að ofbeldi af hálfu mótmælenda. Bara af hálfu þeirra sem koma fram fyrir hönd valdhafanna og ribbalda úr hópi sjálfstæðismanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband