Fjöldinn á Austurvöll í dag....

Raddir fólksins halda mótmælafund á Austurvelli laugardaginn 3. janúar kl. 15.00. Sem fyrr er yfirskrift fundarins “Breiðfylking gegn ástandinu”. Þetta verður 13. mótmælafundurinn í röð og róðurinn verður hertur til muna á nýju ári.

Geta má þess að forsvarsmenn Radda fólksins fóru á fund fjármálarráðherra föstudaginn 2. janúar og kröfðu hann um tafarlausa afsögn.

Baráttan í vetur snýst um framtíð þjóðarinnar, heill og hamingju barnanna okkar. Af því tilefni ávarpar Dagný Dimmblá,  8 ára skólastelpa, fundinn.

Ræður:

Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir – kennari og grafiskur hönnuður

Einar Már Guðmundsson - rithöfundur

Fundarstjóri er: Hörður Torfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mætum í friðsöm mótmæli.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 12:15

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það verður fróðlegt að heyra hvað litla daman segir við okkur fullorðna fólkið. Hlustum vel.

Arinbjörn Kúld, 3.1.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband