Á almenningur að fóðra valdníðsluna?

Í dag hef ég reikað um bloggheima og lesið pistla. Lesturinn vekur hugleiðingar og víða staldra ég við og velti fyrir mér hvernig yfirvaldið hefur af óbilandi eigingirni og hroka skapað vanmátt meðal almennings með valdníðslu sinni.

Þeir biðjast ekki fyrirgefningar, iðrast ekki en setja krafta sína í að byggja upp sérsveitir og vopna lögreglumenn úðabrúsum.

Þetta á lítið skylt við kristilegt hugarfar sem valdhafar styrkja þó með 5 milljörðum á ári. Ef valdhafar trúa á boðskap kirkjunnar trúa þeir því væntanlega líka að þeir lendi sjálfir, margir hverjir, í helvíti. Vart fá þeir undanþágu frá almættinu sem krefst iðrunar sem forsendu fyrirgefningu syndarinnar.

Þeir vilja þó að þjóðin sé fyrirgefandi og hlýði valdinu. Vilja hafa einkleyfi á ofbeldinu rétt eins og velsældinni en hunsa iðrunina og ábyrgðina.

Ágætur bloggari Egill Jóhannsson vekur athygli á viðtali við Árna Johnsen og að Árni segi að margir útgerðarmenn hefðu það fyrir sið á vordögum að greiða sínar skuldir. Síðan þegar þeir hafi komið í bankann lentu þeir í sömu gildru og aðrir".

„Þá var sagt við þá að þeir skyldu ekki borga núna heldur kaupa hlutabréf. Síðan var þeim boðið upp á fín lán til þess að kaupa fleiri hlutabréf. Hvað eiga menn að gera þegar bankinn ráðleggur þeim af öllum sínum heilindum með þessum hætti?," spurði Árni og benti á að reynslan væri sú að hægt væri að treysta bönkum."

Árni spyr  hvað menn eigi að gera þegar bankinn ráðleggur þeim að borga ekki skuldir sínar heldur kaupa hlutabréf?

Egill bendir síðan á einfalda útleið útgerðarmanna. „að því gefnu að umræddir útgerðarmenn séu eldri en tvævetur , nei takk."

Útgerðin, auðmennirnir, ríkisstjórnin og embættismenn höfðu valkosti. Þegar þeir bera fyrir sig ósjálfstæði við mat á aðstæðum er það ekki réttmæt afsökum. Þeir vilja ekki að græðgi þeirra og spilling hafi afleiðingar fyrir þá sjálfa.

Komandi kynslóðir eiga að borga skuldir þeirra. Börnin sem ekki hafa haft valkosti. Með valdníðslu á að láta þau greiða skuldirnar.

Já það eru skemmtilegir tíman fram undan hjá sjálfstæðismönnumc_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_se_lo_ofbeldi7.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eða eins og Þorgerður Katrín sagði svo eftirminnilega: Framundan eru spennandi og skemmtilegir tímar fyrir sjálfstæðismenn

Arinbjörn Kúld, 4.1.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Offari

Framundan eru tækifæri.    Fyrir þá sem eiga pening.

Offari, 4.1.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst það einmitt eitt af stóru málunum að enginn sem ber ábyrgð á hinni stóralvarlegu efnahagskrísu sem Íslandingar standa nú frammi fyrir hefur stigið fram og beðið afsökunar á gjörðum sínum. Maðurinn með boxaratilburðina hefur heldur ekki beðið afsökunar á framferði sínu. Það eitt og sér segir mér ansi mikið um siðferðisþroska þessara manna og kvenna.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ævintýrin enn gerast eða þannig.

Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Diesel

Diesel, 5.1.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband