Lugu íslensk yfirvöld að Hollendingum?

Hollendingar rannsaka nú vöxt á innlánum á Icesavereikninga þar í landi.

Heimildir Morgunblaðsins herma að hollensk yfirvöld hafi viljað stöðva innlán á Icesave-reikningana í 1118106ágúst síðastliðnum og hafi tvívegis fundað með Landsbankanum og FME vegna þessa í þeim mánuði. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, sagði hins vegar á blaðamannafundi í Brussel í október að hollenski seðlabankinn hefði fengið rangar upplýsingar um greiðsluþol íslensku bankanna frá íslenskum yfirvöldum út septembermánuð.

Hvaða íslensk yfirvöld lugu að Hollendingum? Er þetta enn eitt dæmið um landráð valdhafanna?

Er ekki kominn tími til þess að menn fari að gera hreint fyrir sínum dyrum?


mbl.is Hollendingar rannsaka vöxt Icesave-reikninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð við eigum örugglega eftir að sjá miklu verri dæmi, og líklegast mun ekki nokkur maður bera ábyrgð... nema við, við borgum brúsann

DoctorE (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Fyrir utan þetta sem þú bendir á er athyglisvert við greinina að hollensk stjórnvöld eru að láta rannsaka þetta en hér sitja menn og bora í nefið.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.1.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Svindlid med icesave reikningana er afar augljos gerningur tar sem innleggjendum var lofad haerri innlansvoxtum en tekktust i Hollandi...Folk var sem sagt taelt til ad leggja launin sin inn a tessa reikninga...! Faum dogum adur en uppkomst um svindlid og lygina vegna ofloforda stjornenda icesave, var skellt i las a teim baenum og teir hirtu peninga almennings an tess ad blikka auga 

Tessi gerningur er ad mer vitanlega glaepsamlegur og aetti ad rannsakast sem sakamal og tad af erlendum logregluyfirvoldum svo sem Interpol, tvi islenska logreglan er inn-volvinerud i spillingunni heima og tar af leidandi vanhaef til rannsokna...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.1.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt Ævar. Hér bora menn í nefið og þora ekki að gera neitt. Einföld ástæða. Það kemur svoddan slor úr nefi ráðamanna ef byrjað verður að bora.

Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 10:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

.....vantar aftan á þetta: ....ef byrjað verður að bora nef í útlöndum.

Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 10:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafið þið heyrt um svindlarann Bernard Madoff fyrrverandi forstjóra NASDAQ OMX kauphallarinnar? Hann var handtekinn á dögunum fyrir að stunda svokölluð Ponzi-svik í stórum stíl, en sú tegund fjársvika er kennd við Charles Ponzi sem varð fyrstur þekktur af slíkum glæpum fyrir tæplega 100 árum síðan. Hin stórfellda "innlánasöfnun" sem fór fram í gegnum IceSave og Edge reikningana virðist eiga óþægilega margt sameiginlegt með vinnubrögðum hans. Skoðið málið sjálf og sannfærist, þetta er skandall!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.1.2009 kl. 12:05

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Er ormagryfjan loks að opnast? Og það þarf erlenda ríki til þess!

Arinbjörn Kúld, 6.1.2009 kl. 13:36

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arinbjörn, ormagryfjan er í raun hyldýpi fullt af sársauka. Þeir sem eru ábyrgir fyrir klúðrinu með innleiðingu EES-tilskipunarinnar um innstæðutryggingar eru ekki bara þáverandi ráðherrar heldur nánast allur þingheimur, sem útskýrir kannski þagnarmúrinn sem um þetta ríkir. Það hafa svo margir skít á alla hina að allir eru skíthræddir og enginn þorir að segja neitt!

Afhverju var tryggingasjóðurinn svo nánast tómur þegar á reyndi, þó honum væri ætlað að ábyrgjast allt að 90% innistæðna að hámarki 20.000 € pr. reikningseiganda? Var það kannski vegna þess að bönkunum var leyft að komast upp með að leggja aðeins 1% til hliðar, í trássi við tilskipunina!? Í hópi þeirra sem samþykktu þessi meingölluðu lög einróma, eru margir þingmenn sem hafa í seinni tíð stært sig af því að hafa stuðlað að inngöngu Íslands í evrópska efnahagssvæðið og hversu hagstæður sá samningur hafi reynst okkur, sem hann hefði kannski getað orðið það ef sama fólk væri starfi sínu vaxið og fært um að setja lög en ekki ólög!

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband