Svart framundan í ríkisfjármálum

Hrun bankanna er rakið til einkavæðingar bankanna árið 2003 hefur Smugan eftir fréttum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur líka haldið því í skýrslu fram að framkvæmdir við Kárahnjúka hafi verið örlagavaldur í þeirri atburðarrás sem leitt hefur þjóðina í þrot.

Það kemur fram í fjárlögum að vaxtagjöld ríkissjóðs árið 2009 eru 86 milljarðar eða nálgast það að vera fjórðungur af tekjum ríkisins.

Það er augljóst að margir eiga eftir að finna rækilega fyrir samdrætti í ríkisfjármálum og ætla má að reiði almennings eigi eftir að magnast eftir því sem líður á árið.

Sérhlífni valdhafanna sem ekki deila kjörum með þjóðinni á einnig eftir að gera ástandið erfiðara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband