Fylkjumst um umbreytingu flokkakerfis

Umræða er að vakna um flokkakerfið sem tekur áhrif frá almenningi.

Við sitjum  uppi með vanhæfa valdhafa því einn maður í landinu hefur ofurvald. Vald til þess að meina almenningi að hafa áhrif en almenningur krefst endurnýjunar í stjórnmálum og stofnunum ríkisins.

Forsætisráðherra hefur sýnt í verki að hann lætur ekki undan þrýsitingi. Mótmælendur eru skríll og hann sér ekki ástæðu til þess að hlusta á raddir mótmælenda. Forsætisráðherra ætlar ekki að gefa eftir völd sín en löggjafarvaldið hefur tryggt að hann kemst upp með það.

Umræða er að vakna núna á netinu um að beita löggjafarvaldið þrýstingi til þess að koma á breytingum sem auka frelsi og áhrif almennings.

Af fenginni reynslu munu forystumenn í stjórnmálum ekki láta undan þrýstingi. Það sýnir reynslan af atferli Geirs og Ingibjargar.

Ég hvet bloggara til fylkja sér um þessa umræðu.

Ég hef reynt að afla þeirri hugmynd fylgis að einstaklingar í samfélaginu skapi afl sem gengur til kosninga með það eitt markmið að breyta löggjöfinni þannig að hún færi almenningi áhrif. Boða síðan aftur til kosninga, til lýðræðislega kosninga þegar búið er að breyta löggjöfinni.

Bendi á grein um þetta á Smugunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Tek undir þetta með þér. 

VIÐ VIÐJUM LÝÐRÆÐIÐ AFTUR! og verðum að nota allar mögulegar leiðir til að endurheimta það.

Emma Vilhjálmsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algerlega sammála.  

Sigrún Jónsdóttir, 8.1.2009 kl. 11:10

3 identicon

Hér verður að koma nýtt afl, gömlu flokkarnir eru akkúrat það sem við þurfum ekki!!!

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Amen!

Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera til að fá alvöru breytingar hérna

Heiða B. Heiðars, 8.1.2009 kl. 11:11

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bíbí, þetta heitir að sitja í meðvindi sem mótvindi á stjórnmálísku.

Rut Sumarliðadóttir, 8.1.2009 kl. 11:44

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er meira en lítið til í að taka þátt í þessari hugmynd. Góð grein á Smugunni.

Ævar Rafn Kjartansson, 8.1.2009 kl. 12:34

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Orð í tíma töluð.

Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 12:47

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ævar Rafn Kjartansson, 8.1.2009 kl. 12:49

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er líka búin að vera starfandi hópur frá því í nóvember. Ég hef ekki tilheyrt þeim hóp en ég hvet fólk til þess að flykkja sér um hann.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband