2009-01-09
Viðburðaríkur borgarafundur
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna með Prince Polo og slaka á eftir viðburðarríkan borgarafund. Jólasveinninn mætti en þetta var nokkuð frekur jólasveinn því hann virtist ætla að yfirtaka fundinn og var því vísað út. Ekki voru allir fundargestir sáttir við það að jólasveininum væri vísað út og um tíma lá við að fundurinn leystist upp en Herði Torfa tókst að koma ró á fundinn.
Ég hitti nokkra ágæta bloggvini og margt fólk sem til sín hefur látið kveða í mótmælum. Sat á meðal grímuklæddra fundargesta. Tveir lögreglumenn sátu fyrir svörum í pallborði en enginn mótmælandi var gasaður. Enhverjir fundargestir höfðu þó haft varann á og mætt með hlífðargleraugu.
Ræða Evu Hauks var áhugaverð og vakti áthygli á frelsi og ábyrgð einstaklinga til aðgerða.
Spurningar til lögreglunnar voru nokkuð áleitnar. Það var t.d. spurt hvort lögreglan væri að rannsaka rúðubrot í Nornabúðinni og að Ólafur Klemm hefði sparkað í liggjandi fólk sem lá við sjúkrabíla við Hótel Borg. Ég gat ekki heyrt að þeir svöruðu neinu varðandi meint ofbeldi Óla Klemm.
Það er orðið þannig að þegar maður mætir á mótmæli og borgarafundi er það eins og að mæta inn í vinahóp. Skilningurinn á kröfum um réttlæti er gagnkvæmur. Því réttlætið er eins og Eva benti á lögunum ofar.
Berjumst áfram fyrir réttlætinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 578378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma því að ég byrjað mjög hóflega þarna og kurteislega benti á að betur mætti fara með val ræðumanna og lýðræðisleg vinnubrögð. Það varð til þess að ég var borinn út af skipulagsfundi Opins borgarafundar fyrir nokkrum vikum síðan.
Síðan er haldinn fundur um mótmæli, hvernig maður stendur að mótmælum og grímuklæddar uppákomur á mótmælum og fundum. Var þá ekki við hæfi að draga fram gamalt mótmælagervi og mótmæla spillingunni innan Opins borgarafundar?
En trúðu mér, ég vil þessu vel, en þetta má ekki ganga áfram án þess að taka upp opin og lýðræðisleg vinnubrögð þar sem allir eru með. Annað er bara skrípleg leiksýning í Iðnó.
Bendi á þessa grein og linka þar undir um þetta mál:
Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 00:26
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á þessum líflega fundi.
Mbk -- Oddur
Oddur Benediktsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:38
Ef þú vilt fundi með ræðumönnum sem þér finnst vera verðugir er sjallt að þú stofnir til þannig funda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:40
Skilaboðin að ofan eru til Ástþórs
Takk Oddur ég setti tvær myndir frá þér með færslunni. Vona að það sé í lagi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.1.2009 kl. 00:50
Þetta var flottur fundur, gaman að hitta þig
Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:02
Ég sagði einmitt á fundinum, hérna á Akueyri í fyrrakvöld, að ég væri svo þakklát fyrir að það hefði orðið til vettvangur þar sem ég gæti miðlað mínum réttlætissinnuðu hugmyndum án þess að skoðunum mínum væri drekkt í fordómum. Ég tók það reyndar fram, og ætla að gera það hér líka, að ég harmaði að svo hörmulegir atburðir eins og hrun bankanna hefði þurft til að skapa hann. Ég sagði líka að það að fara á fundi og hlusta á þá sem ég ætti jafnvel ekki meira sameiginlegt með en vandlætinguna yfir hroka ríkisstjórnarinnar væri mín geðrækt.
Mér sýnist á niðurlaginu á skrifum þínum að þú sést að lýsa einhverju svipuðu og ég hér
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:29
Ég kemst því miður ekki til Reykjavíkur, gamli bílinn minn er að syngja sitt síðast, eitt hjólið hættir að snúast annað slagið og ég þori ekki langt á honum, lítil von til þess að ég kaupi mér annan á næstunni.
Vil þakka ykkur öllum fyrir sem mætið fyrir mína hönd, ég er svo sannarlega með ykkur í anda, þið eruð mín þjóð.
Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 11:46
Eg brá mér þarna inn og dvaldi litla stund. Það sem ég skynjaði sterkast var mikill hiti í fólki og eins hitt hversu meistaralega stjórnendum tókst að halda ró sinni og bregðast við af yfirvegun. Andrúmsloftið var orðið rafmagnað og litlu sýndist muna að eitthvað færi á annan veg en til var stofnað. Mér þótti verst að ná ekki að hlýða á erindi framsögumanna. Það er orðið ljóst að ef stjórnvöld halda sig öllu lengur við hrokann og afneitunina er orðið stutt í að fólkið á götunni taki völdin með öllum þeim afleiðingum sem þekktar eru frá öðrum þjóðum.
Þá hefst nýr kafli í sögu okkar sem margir munu taka þátt í að semja. Upphaf þess kafla eru stjórnvöld okkar greinilega langt komin með.
Árni Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.