Í aðdraganda Bankahruns, umræðan á Borgarafundi

Í Háskólabíó, mánudaginn 12. janúar kl 20-22.


Fundarefni

Íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, spurt er hvað fór úrskeiðis og fjallað verður um hriplekt lagaumhverfi og veikar eftirlitsstofnanir.


Frummælendur

  • Robert Wade - prófessor í stjórnmálahagfræði við London School of Economics
  • Raffaella Tenconi - hagfræðingur hjá Straumi fjárfestingarbanka í London
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir - stjórnsýslufræðingur
  • Herbert Sveinbjörnsson - heimildamyndagerðarmaður og aðgerðarsinni

Auk þeirra hefur formönnum stjórnmálaflokkanna og Viðskiptaráði Íslands verið boðin þátttaka í pallborðsumræðunum.


Fyrirkomulag

Fundarform verður með sama sniði og áður, þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og fundargestir úr sal fá að tjá sig eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga. Hver aðili augl8-216x300hefur tvær mínútur til að tjá sig svo gott er að vera vel undirbúinn.

Rétt er að taka fram að enskumælandi frummælendum verður gert kleift að svara spurningum sem bornar eru fram á íslensku með aðstoð túlks, og erindi þeirra og svör verða sömuleiðis þýdd á íslensku.

Spyrjum, hlustum og fræðumst.

Sýnum samstöðu og borgaralega virkni og fjölmennum á fundinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég kem ef ég get.

Vilborg Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband