Mætum á borgarafund í Háskólabíó í kvöld

Við viljum ekki ríkisstjórnina, við viljum ekki ábyrgðarleysið, við viljum ekki spillinguna og við viljum kosningar.

Við viljum alþingi fólksins.

Við viljum að kosningalögin séu fyrir lýðræðið en ekki flokksræðið.

Við viljum að stjórnaráðið sé fyrir almenning en ekki kosning- og valdamaskína valdhafanna.

Eflum samstöðuna! 

Á fundinum mun Róbert Wade verða meðal frummælenda. Birt var skýrsla í FT í júlí á þessu ári en  hann hélt því fram að íslendingar myndu skaðast af þenslu fjármálageirans. Svefngenglarnir í ríkisstjórn hunsuðu þessa skýrslu eins og önnur góð ráð. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir frummælandi vekur athygli á veikri stjórnsýslu á Íslandi. Raffaella Tenconi kemur frá Straumi og ætlar að færa fram einhvern boðskap sem mér er ekki ljós á þessari stundu.

Herbert Sveinbjörnsson aðgerðasinni mun einnig tala við okkur og fara með okkur yfir undanfarna mánuði á myndrænan hátt.

Viðskiptaráði og formönnum stjórnmálaflokkanna hefur verið boðið að mæta.

Borgarafundir halda vakandi markmiðum okkar og samstöðu og eru vettvangur almennings til þess að tjá sig og krefjast upplýsinga.

Gunnar verður kröftugur að vanda og mun að þessu sinni hafa aðstoð við fundarstjórn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband