Leggjum það undir dóm þjóðarinnar

Ábyrgðarlausir valdhafar iðrast ekki og þegar þeir eru spurðir út í gengdarlaust klúður þeirra og svik við þjóðina eru svör þeirra á ein veg, þetta verður lagt undir dóm þjóðarinnar í næstu kosningum.1255732

En er það svo? Eru forystumenn flokkanna ekki sjálfkjörnir? Mér verður flökurt þegar ég hugsa um kosningar með framboði fjórflokkanna þar sem flokksveldið hefur skammtað þjóðinni þrönga valkosti.

Hvernig verður að sitja fyrir framan andskotans flatskjáinn og fylgjast með því hvernig andskotans flakkarinn veður á milli kjördæma og flokka? Er það lýðræðið?

Geir og Ingibjörg treysta á þann múr sem hefur verið reistur á milli almennings og valdsins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við stofnum breiðfylkinguna!

Vilborg Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Vilborg við gerum það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við bara verðum að gera það

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 00:20

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Breiðfylkingin ER til. Við þurfum bara að taka næstu daga og vikur í að tengja hana betur saman ;)

Væri ekki leiðinlegt að vera orðin um 15.000 þegar að við tilkynnum okkur opinberlega

Baldvin Jónsson, 13.1.2009 kl. 00:44

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við erum að taka saman þræði breiðfylkingarinnar því hún er þegar til.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:49

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

En í eiginlegri merkingu þess orðs hefur hún ekki verið stofnuð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það kominn tími til að tengja, eins og sungið var hér um árið. Það gerist næstu daga það er ég viss um

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.1.2009 kl. 01:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

I Skúlason fólk almennt er tilbúið að stilla sér saman í breiðfylkingu um lýðræði. Helsta hættan er ef að einhverjir úr gamla liðinu reyna að trana sér fram og slá eignarhaldi á hugmyndir rétt eins og þeir reyna að slá eignarhaldi á allt annað. Hugmyndin um breiðfylkingu er eign breiðfylkingarinnar og það síðasta sem þjóðinni vantar nún er "foringi".

Breiðfylkingin er í mótun og hún samanstendur af fólki með alls konar hugmyndir og við viljum öll lýðræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband