Íslandskreppan skollið á óháð alheimskreppu

Rifjum upp hvað Robert Wade sagði okkur um kreppuna þegar hann var á borgarafundi með okkur.

Wade spáir fyrir um fjögur helstu vandamál sem takast þarf á við:

  • Mikil aukning atvinnuleysis
  • Lífeyrissjóðir munu hrinja vegna falls á verðbréfamarkaði
  • Reiði almennings sem getur lýst sér í mótmælum eða óeirðum
  • Tvö ár munu líða áður en við sjáum efnahagsbata

Wade bendir okkur einnig á björtu hliðina á kreppunni sem er að ný-frjálshyggjan glatar lögmæti sínu.

Hann fullyrðir að kreppan hefði skollið á hér á Íslandi hvort sem heimskreppa hefði komið til eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afneitunin hjá stjórnvöldum og forkólfum bankanna er búin að vera stórskaðleg og beinlínis saknæm.  Þeir blésu á það þegar skuldatryggingarálag á bankanna var farið að nálgast 1000 fyrir meira en ári síðan en það þýðir í siðuðum löndum að bankarnir eru gjaldþrota.  Nei, í staðinn fóru bankarnir með vitund og vilja stjórnvalda og eftirlitsaðila ránshendi um England, Holland, Belgíu, Þýskaland og Noreg.

Stjórn Geira og Sollu er í besta falli vanhæf og í versta falli landráð=stjórnarráð.

 Ég er til í að takast á við kreppuna en ekki með þessu liði!

TH (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir það. Við stöndum saman.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eftir yfirhalnigu Wades á Geir Haarde að segja af sér. A.m.k. gera eins og Wade sagði biðjast afsökunnar og lára seðlabankastjóra róa á önnur mið!

Vilborg Traustadóttir, 15.1.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að það sé ekki líklegt að Geir geri það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nei, Geir viðurkennir bara að dýpt efnahagslægðarinnar á Íslandi kunni að vera bönkunum að kenna en að horfast í augu við að með því viðurkenni hann eigin vanhæfni það er allt annað mál. Þetta er auðvitað bara sjúklegt! Skiljanlegt að engin vilji taka á framtíðinni með slíkan í brúnni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband