Ég vil ekki þennan fúla pitt

Ég vil ekki þessa ríkisstjórn sem er fúll pyttur spillingar og vanmáttar.

Tökum okkur saman og ryðjum burt spillingunni og vanmættinum.

Byggjum upp hreinskiptni, fagmennsku og styrk.

Nú þarf nýjan grunn til þess að byggja á og það þarf að koma á kreppumiðuðum aðgerðaráætlunum.

Það þarf að setja hér upp viðbúnað í kreppu.

Við viljum ekki missa fólk úr landinu.

Við viljum ekki missa heimili okkar.

Við viljum ekki verða aðgerðarlaus.

Við viljum ekki kosta munað valdaklíkunnar

Við viljum mennta börnin okkar

Við viljum velferð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Heyr heyr og aðgerða er þörf!

Vilborg Traustadóttir, 15.1.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Vilborg það er málið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Sammála og ég vil ekki heldur að hluta af þessu sé fórnað með ólöglegum greiðslum til erlendra bankatryggingasjóða.  Það er landráð að samþykkja Icesave-skuldbindingarnar því þær eru ólöglegar samkvæmt Evrópskum rétti og það er bannað samkvæmt stjórnarskrá Íslands að samþykkja skuldbindingu fyrir hönd þjóðarinnar án þess að lánsupphæð og vaxtakjör liggja fyrir.  Svo er það náttúrulega siðlaus gjörningur gagnvart börnum okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.1.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Offari

Sammála þér. Ég vill ekki að landinu sé ekið beint til fjandans.  Vandamálið er sú ósamstaða sem en virðist ríkja. Leitin að sökudólgum beinast í allar áttir. Útrásarvíkingar, ríkisstjórn og seðlabankastjórinn virðast vera sökudólgar til skiptis eða jafnvel saman.

Hvort sem ríkisstjórnin er sek eða saklaus getur hún engan veginn byggt upp nýtt bankakerfi þegar traustið vantar. Spilling vinagreiðar og kosningaframlög hafa lamað þessa stjórn til að geta tekið á þessum málum. Það þarf að lýðræðisvæða flokkana eða hreinlega að stofna nýja flokka til að hægt sé að lagfæra ástandið.

Offari, 15.1.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það samstaða og barátta mun skila okkur betra lífi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Heyr heyr - hreinar hendur  - hreint borð - Ekki fyrr mun viðreisnin hefjast!

Anna Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr Jakobína og takk fyrir í kvöld.

Það var gaman að sjá þig í lifanda líki loksins

Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 01:02

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þér hefur ekki brugðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 03:28

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Heyr, heyr.

Rut Sumarliðadóttir, 16.1.2009 kl. 11:23

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Brugðið Jakobína? Ekki nema brugðið við af fögnuði ;)

Mér fannst þessi fundur frábær og á mér þá ósk heitasta að aðilar nái saman.

Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:44

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

já það var líka gott að sjá þig í mannsmynd

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 19:00

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband