Ekki er Geir afhuga nýfrjálshyggjunni

Í orðum sínum í viðtali við Morgunblaðið afhjúpar Geir svo ekki verði um villst að hann telur að stefna og hugarfar ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið rangt.

Hann segir: "Það var í sjálfu sér eðlilegt og ekki hægt að kenna þeirri stefnu um." Geir mun aldrei læra.

Hann tyggur enn sömu þuluna: "Við gerðum ekkert rangt og þetta er ekki okkur að kenna."

Hann segir: "Ríkiskerfið greip því miður ekki inn í óhóflega stækkun bankakerfisins, það er hið gremjulega í þessu máli."

Halló Geir: Hver stjórnar þessu ríkiskerfi? 

Ríkiskerfið keyrir eftir stefnu og hugmyndafræði stjórnvalda.

Ábyrgðinni verður ekki aflétt með því að benda á kerfið.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er auðvitað fullkomin staðfesting á því að Geir er haldinn alvarlegri siðblindu! Það er líka stóralvarlegt mál að hann skuli hafa komist til hæstu metorða í íslensku samfélagi og við þurfum að sitja uppi með svo hættulega siðblindan forsætisráðherra! Furðulegt að stjórnsýslan skuli aldrei hafa samið siðareglur fyrir stjórnmálamennina og aðra embættismenn í æðstu embættum landsins!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.1.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála síðasta ræðumanni.

Rut Sumarliðadóttir, 18.1.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

"Gremjulegt!" segja má að þetta orðalag og orðaval sé hreinlega fyndið eftir allt sem á okkur hefur dunið og lýsir hreinlega heimsku mannsins.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband