Ísland hertekið innan frá

 Vilmundur Gylfason kallaði það "morkið vald í skjóli þagnar." 

Á Íslandi hefur ríkisstjórnin tekið sér alvald og henni er stjórnað í gegnum flokkanna sem þiggja mútur frá auðmönnum.

Landslög eru samin í ráðuneytum en alþingi sem er kjörið af þjóðinni er máttlaust og stimplar bara lögin.

Ríkisstjórnin hefur yfirtekið dómstólanna með óeðlilegum aðferðum við stöðuveitingar.

Allt tal um lýðræði er skrípaleikur.

Í Noregi er þetta svona:

Den norske statsforfatningen er nedfelt i Grunnloven av 1814. Den bygger på prinsippet om maktens tredeling, dvs. en lære om tre maktinstanser i samfunnet:

Den lovgivende makten
(Stortinget)

Löggjafarvald

Den utøvende makten(Kongen i statsråd, regjeringen)

Framkvæmdarvald

Den dømmende makten
(Domstolene) 

Dómsvald

Forfatningsretten inneholder regler for virksomheten til de øverste statsmakter og er derfor av vesentlig betydning for hvordan landet skal styres.

Í lýræðisríki eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar æðsta valdið og framkvæmdavaldið starfar eftir þeirri stefnu sem mótuð er með löggjöfinni og framkvæmdavaldið starfar í umboði löggjafarvaldsins.

Til þess að vernda mannréttindi og réttlæti er nauðsynlegt að engin óeðlileg tengsl séu á milli dómsvalds og hinna tveggja valdaeininganna.

Úr ræðu Vilmundar 23. nóvember 1982:

Síðan 1978 hefur setið stjórnarskrárnefnd undir forustu hæstvirts forsætisráðherra. Það að hann skuli enn sitja þar, þrátt fyrir sitt virðulega embætti nú, lýsir miklum metnaði en lítilli dómgreind.

Nýlega hafa háttvirtir alþingismenn séð vinnugögn stjórnarskrárnefndar. Vinnan er lítils, jafnvel einskis virði. Það er umskrift á nokkrum gömlum greinum stjórnarskrárinnar. Ekkert er komið um nútímaleg ákvæði eins og eignarréttarhugmyndir eða mannréttindi minnihlutahópa, ekkert um frelsi til tjáningar eða hagsmunasamtök. Og að því er kjördæmamálið sjálft varðar er nefndin í sömu sporum og hún var þegar hún byrjaði.

Með örfáum virðulegum undantekningum sitja þarna varðhundar valdsins, varðhundar hins þrönga flokksræðis og hugsa um sjálfa sig og völd sín, völdin gegn fólkinu í landinu. Væntanlegt Bandalag jafnaðarmanna hefur hins vegar flutt hér á Alþingi tillögur, sem ég veit að varla eiga enn mikinn hljómgrunn í þessu skelfilega húsi en ég er samt jafn sannfærður um að muni eiga fylgi að fagna út um hið víða og breiða land, ef tekst að brjótast fram hjá varðhundum valdsins og til fólksins sjálfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jakobína mín kæra, er ekki tíminn komin? Tíminn þar sem fólkið tekur til sinna ráða!

Arinbjörn Kúld, 19.1.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað fer að koma að því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þá er ég sko með!

Guðni Karl Harðarson, 20.1.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband