Nýtt lýðveldi -Frá flokksræðis til lýðræðis

Hreyfingu hefur verið hrint af stað

„Stofnaður hefur verið óformlegur hópur fólks víðsvegar úr grasrót samfélagsins. Undanfarna mánuði hefur fjöldi smærri hópa komið saman til að ræða hvaða breytingar þurfi að gera á stjórnsýslu og á stjórnarskrá Íslands. Markmið hópsins, sem ber nafnið Nýtt lýðveldi, er að sameina grasrótina um að krefjast stjórnarskrárbreytinga, svo unnt sé að kjósa á ný án flokksræðis.

Við krefjumst þess að ríkisstjórnin fari frá nú þegar og neyðarstjórn taki við, skipuð heiðarlegu fagfólki á sviði laga og stjórnunar, innlendu sem erlendu.

Hlutverk breiðfylkingar um Nýtt lýðveldi og neyðarstjórnar verður að

– semja tillögur að nýrri stjórnarskrá, sem bornar verða undir þjóðina, svo nýtt lýðveldi geti orðið til.

skipuleggja bráðaaðgerðir í efnahagsmálum.

Þar til ríkisstjórnin fer frá munum við halda uppi andófi á öllum sviðum, löglega og án ofbeldis.

Verði boðað til kosninga í vor eða haust munum við bjóða fram til að afla 5fylgis við hugmyndina um stjórnarskrárbreytingu, frá flokksræði til lýðræðis. Hreyfingin mun aðeins hafa stjórnarskrárbreytingu á stefnuskrá sinni í kosningum og mun hætta starfsemi þegar ný stjórnarskrá liggur fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta eru gleðifregnir.

Offari, 21.1.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, gleðifréttir svo sannarlega.

Rut Sumarliðadóttir, 21.1.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Til hamingju með hópinn. gangi ykkur vel.

Anna Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Lýst vel á að setja saman nýja stjórnarskrá!  Nýtt lýðræði, ný lýðræðishugsjón og hugmyndafræði. Byrjum með að setja utanþingsstjórn sem setin er sérfróðum aðilum, ekki núverandi þingmönnum eða ráðherrum.

Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband