2009-01-24
Við erum fólkið: samstaða á Austuvelli í dag
Mikil samstaða var á Austurvelli í dag. RUV segir 6.000 en þeir sem voru á Austurvell 10.000 Taktföst tónlist, mótmælendur færðu Herði Torfa blóm og friðsæld ríkti meðal mótmælenda. Frábærar ræður hjá Magnúsi, Hildi Helgu og Guðmundi Andra.
Birti hér stutt ávarp:
Við komum saman vegna þess að okkur er misboðið. Vanþóknun okkar á framferði valdhafanna og fjárglæframanna er einlæg.
Viðbrögð okkar við spillingu og þögn valdhafanna hafa stigmagnast. Ekki magnast í formi ofbeldis heldur einurðar og áræðni. Ég hef horft á íslensku þjóðina þroskast frammi fyrir því verkefni sem takast þarf á við núna.
Ég er stolt.
Ég er stolt af því að tilheyra íslensku þjóðinni sem hefur sýnt styrk, áræðni og samstöðu frammi fyrir aðsteðjandi erfiðleikum.
Við skiljum að nú duga engin vettlingatök. Það nægir ekki að gera smávægilegar breytingar. Það er ekki ásýnd valdakerfisins sem þarf að takast á við heldur innsti kjarni þess.
Við skiljum að valdhafarnir misbeittu valdi sínu, rústuðu efnahag þjóðarinnar og fjárhag heimilanna. Við þurfum að takast á við sársaukann sem þessu fylgir með eflingu nýrra gilda og við verðum að taka valdið af þeim sem misbeittu því.
Valdhafar og auðmenn eru óþreytandi að beita fyrir sig fjölmiðlunum í áróðri og blekkingum en undiraldan í samfélaginu er þannig að við erum hætt að taka mark á þeim. Við trúum því ekki að þeir vilji okkur vel. Við látum auðvald og ítök þeirra ekki beygja okkur því við höfum samstöðuna og styrkinn sem í henni felst á okkar bandi.
Við ryðjum burt þeirri hindrun sem felst í vonleysi og vantrú. Við treystum okkur til þess að brjóta þann múr sem auðmenn og stjórnmálamenn hafa byggt um vald sitt. Við treystum á okkur sjálf til þess að byggja grunn að framtíð í anda félagslegra gilda.
Ég endurtek, ég er stolt af þessari þjóð. Víðsvegar í samfélaginu hafa sprottið upp hópar fólks sem leita úrræða. Ef almenningur stillir saman strengi sína um grundvallarmarkmið mun takast að ná fram umbótum í samfélaginu.
Við skulum sameinast um verkefni framtíðarinnar
Við skulum sundra fúlu og spilltu flokksveldi og slítum ríkisvaldið úr tengslum við auðvaldið
Við skulum byggja upp samfélagskerfi sem stendur vörð um velferð og heill þjóðarinnar
Við skulum byggja á nýrri stjórnarskrá sem er okkar sameign og stendur vörð um mannréttindi og réttlæti
Við endurreisum lýðveldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vissulega erfitt að sitja heima á Eskifirði meðan björgunaraðgerðir ykkar standa yfir. Ég er líka stoltur af minni þjóð. Takk fyrir.
Offari, 24.1.2009 kl. 18:08
Bíbí, til hamingju, þú ert góður talsmaður (-kona en konur eru líka menn!)
Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 18:09
Þú stóðst þig frábærlega. Ömurlegt að sjá fréttaflutning mbl.is af fundinum. Þeir eru alveg búnir að skíta á sig með trúverðugleika.
Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 18:15
Takk fyrir. Flott ávarp og vel flutt í dag.
Kærar kveðjur.
PS: Var að horfa á frétt héðan á NRK 1
Heidi Strand, 24.1.2009 kl. 18:15
Algjörlega frábær fundur. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 18:23
Þakka fyrir mig! Trúið mér, nú verða öll mótmæli túlkuð af andstæðingum okkar, náhirðinni-sem níðingsleg árás á formenn stjórnarflokkanna sem eigi fullt í fangi við að takast á við erfiða sjúkdóma. Sjáfur lít ég svo á að það sé ámælisvert dómgreindarleysi hjá þeim báðum að rýra enn meira en orðið er traust þjóðarinnar til þeirra. Öllum ætti að vera ljóst að átök við sjúkdóma af þeim toga sem þar um ræðir krefjast alls þess þreks sem fyrir hendi er.
En sannarlega sendi ég þeim báðum baráttukveðjur í því stríði.
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 18:33
Óreiðumenn verður að stöðva og það strax, og ef einhver áttar sig ekki á því þá eru margir þeirra að störfum í dag.
Siðlaus reköld - landráðamenn - sem hafa með siðlausum og í mörgum tilfellum glæpsamlegum gjörningum hafa rústað efnahag landsins.
Núna þarf að fókúsera á að stöðva áframhaldandi "óreiðu" og ekki eingöngu með gjaldeyrishöftum heldur setningu laga og reglugerða sem fyrirbyggja áframhaldandi rugl. Með rugli á ég m.a. við gjörninga s.s. útgáfu "skuldabréfavafninga", óeðlileg krosseignatengsl, veðsetningu eigna í almannaeign, aumkunarverðum feluleik eiganda hlutafélaga, undankomu gjaldeyris, millifærslur fjármuna í skattaparadísir og fl. og fl.
Þessum gjörningum mannleysanna verður að gera skil á opnum mótmælafundum, en ekki bara að hamast í stjórnvöldum.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:37
Já en, Hákon, allir gjörningar mannleysanna voru einmitt í boði stjórnvaldanna.
Björgvin R. Leifsson, 24.1.2009 kl. 18:41
Flott ávarp. Þú komst að kjarna málsins: Þeir vilja okkur ekki vel.
Vel mælt. Ég er líka stoltur af okkur, nú loks látum við í okkur heyra. Þeir ætla EKKI að víkja ef marka má fréttir í kvöld.
Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 23:35
Æðislegt Jakobína !
Verst að ég var ekki viðstödd en vonast til þess að geta séð þetta einhversstaðar á netinu.
Lilja (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.