Ríkistjórnin riðar og nýtt framboð

Margir telja líkur á því að ríkisstjórnin riði nú til falls. Mikið gekk á fyrir utan heimili Geirs Haarde í dag sem var umsetið féttamönnum meðan meðlimir ríkisstjórnar ræddu eitthvað sem Geir vísaði til sem einkasamtala ráðherra.

Fréttamaður dregur svo skyndilega upp fréttatilkynningu og les:

Á fundi talsmanna fjölmargra grasrótarhreyfinga um lýðræðisumbætur í dag var samþykkt að vinna08nov01m að framboði við næstu kosningar.

Samþykkt var að tengja saman grasrótina og mynda samstöðu breiðfylkingar með það meginmarkmið að koma á nauðsynlegum breytingum og umbótum á íslensku samfélagi, að fram kemur í tilkynningu.

,,Breytingum sem ekki verður undan vikist að gera í kjölfar efnahagshruns þjóðarinnar, allt frá bráðaaðgerðum til varnar heimilum og atvinnulífi til endurreisnar lýðræðis á Íslandi."


 


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Verður kosningaskrifstofa á Eskifirði?

Offari, 25.1.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

vonandi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.1.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Offari

Þá er best að byrja að kynna framboðið því skammur er tíminn.

Offari, 25.1.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Því miður hef ég litla trú að framboð ósamstæðra einstaklinga skili neinu ná kannski 4 mönnum á þing og hvað gera 4 þingmenn af 63 ekkert því miður það er nánast útilokað að þeir komist í ríkistjórn vegna þess að flokkarnir vantreysta þeim í erfiðum ákvörðunum.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.1.2009 kl. 21:52

5 identicon

,,...vegna þess að flokkarnir vantreysta þeim í erfiðum ákvörðunum."

Er ekki komin tími til að þú og aðrir fari að hugsa skýrar ?

Gömlu valdaklíkurnar með gamla flokkakerfið er komið í þrot !

Framsóknarflokkurinnverður ekkert betri þó þar komi ,,nýr" maður sem framsóknarmenn segja að eigi enga fortíð !  Þar er sama fólkið við völd og stjórnar, og bjó til  hrun þjóðarinnar !

Samfylkingin hafði alla burði til að gera eitthvað í málinu er gerði ekkert vegna þess að þar eru fullt af gömlum ,,kerfisköllum" sem þvælast fyrir og gera enn !

Sjálfstæðisflokkurinn er höfundur að hruni þjóðarinnar, og reynir að verja alla skúrkanna fram í það síaðsta !

Vinsti Grænir höfðu alla burði til að verða eitthvað annað en bara ,,skoðanakannanna-flokkur" , en eru búnir að klúðra því !

Nei, er það orð sem VG er búið að taka sem vörumerki !  Lánið frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum er gott dæmi, þar eru þeir búnir að setja sig út með þessu NEI sínu !

Steingrímur J var sá fyrsti til að ráða sér aðstoðarmann á launum hjá okkur , til hvers þarf hann aðstoðarmann ?  Jú, hjálpa honum við að bíða við hliðarlínuna það er ekkert að gera á alþingi , eða að skipuleggja mótmælin á fullum launum ?

Við erum að borga VG fólki full laun við að mótmæla við hliðina á atvinnulausu fólki !  Þetta er VG í raun, ekkert annað en angi af ,,kerfisklíkunum". en bara félagar í VG ! 

JR (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:27

6 identicon

Gaman hefði verið ef fréttamaðurinn hefði spurt Hr. Geir H. Haarde um inntak tilkynningarinnar, t.d. að endurreisa þurfi lýðræði á Íslandi.

Viðar Hreinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:10

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, ég hlakka til að heyra svar hans við því.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband