Hvers vegna getur þá forseti ekki rekið þingið heim?

 Eftirfarandi grein er að finna í 24. gr. stjórnarskrá Íslands:

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

Hví bregðast menn nú ókvæða við þegar forsetinn minnist á þetta vald sitt? Er stjórnarskráin ekki í gildi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það var einhver Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við HA, að vísa til 19. greinar Stjórnarskrárinnar í dag þar sem segir: Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi er ráðherra ritar undir þaum með honum.

Ég segi bara: tja, nú veit ég ekki. Finnst þessi 24. gr. vera skýr og skorinort samt hafa alltaf einhvernir viljað meina að forsætisráðherra hafi einn vald til að rjúfa þing. Ég hélt að stjórnarskrá ætti að vera skýr þannig að ekkert færi á milli mála. Ekki þannig að einn gæti túlkað hana svona en hinn hins vegin og síst af öllu þannig að eitt stangaðist á við annað.

Eitt virðist liggja í augum uppi: Það þarf að fara í gegnum Stjórnarskrán og laga hana!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.1.2009 kl. 04:18

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gleymdi ég ekki að benda á það að ég held að R.H. sé að slíta hlutina úr samhengi og vekja athygli á þeim vangaveltum hvaða tilgangi slíkt þjónar hjá henni...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.1.2009 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband