Rotturnar yfirgefa skipið

 Björgólfur Thor er búin að hreinsa úr sjóðum landsmanna og er nú að taka til fótanna. Spurning hvort þetta sé mótleikur hans við hugmynd um frystingu eigna glæpamanna.s1069598

"Straumur-Burðarás er að íhuga að flytja höfuðstöðvar sínar til Lundúna eða Stokkhólms. Blaðið Financial Times hefur þetta eftir William Fall, forstjóra Straums-Burðaráss.

Blaðið segir að ákvörðun um flutning myndi hjálpa bankanum að fjarlægja sig frá fjármálakreppunni á Íslandi og undirstrika áform bankans að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Blaðið hefur eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni að það hafi alltaf verið stefnan að flytja höfuðstöðvar bankans, að gera Straum-Burðarás að alþjóðlegum banka."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Auðvitað var það alltaf stefnan, eða þannig. Ætla ekki að láta hanka sig hér á landi. Vonandi lætur hann ekki sjá sig hérna meir nema til að taka út sína refsningu með hinum bankaræningjunum.

Rut Sumarliðadóttir, 28.1.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er gamall hestamaður enda Skagfirðingur. Í mínu hérðaði tíðkuðust viðskipti með hesta mikið og voru mörgum einskonar íþrótt. Þessi íþrótt byggðist mikið á hestakaupum sem fóru oft þannig fram að einn seldi öðrum betri hest en hann fékk og sá sem átti lakari klárinn "gaf á milli" og lét með hestinum ýmist einhverja aura eða annan ódýran hest. Dæmi vissi ég um braskara að sunnan sem kom með skólager og kláraði hann á fáum dögum sem milligjöf í hestakaupum.

Nú er það mín tillaga að við Íslendingar bjóðum Bretunum viðskiptaséníið Björgólf Thor í staðinn fyrir greiðslukvittun á Icesave kröfunni. Og svo með semingi að fallast á að láta þá hafa Sigurð Einarsson í milligjöf!  

Árni Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband