Stjórnmálamenn vilja ekki lýðræði

Nú vofir fátæktin yfir landsmönnum og stjórnmálamenn sitja nú og gera hrossakaup með ráðherraembætti. Enn sem fyrr er það ásýndin en ekki kjarninn sem skiptir stjórnmálamenn máli.

Staða þjóðarbúsins er þannig í dag að það er gjaldþrota ef það er gert upp samkvæmt því kerfi sem notað er til þess að mæla eignir og skuldir. Eignirnar eru engar og tekjurnar duga ekki fyrir afborgunum af skuldum. Miðað við núverandi stöðu springur kerfið eftir nokkur ár.

Auðlindirnar og fullveldið er í hættu!

Við þurfum einstaklinga við stjórnvölinn sem þora að takast á við þetta kerfi sem er að mæla okkur til fjandans!

Lagabókstafurinn er valdamönnum og áróðursliði þeirra einskis virði og þeir skilgreina og túlka lögin og stjórnaskrána til fjandans.

Það er ekki hægt að sækja að glæpamönnum vegna virðingar við réttarríkið en hvar er réttarríki hins almenna borgara?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Miðað við núverandi stöðu springur kerfið eftir nokkur ár.   

Höfum við virkilega einhver ár?  Er þetta ekki bara tímaspursmál um nokkra mánuði?

Offari, 28.1.2009 kl. 20:56

2 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér.  Það eina sem hægt er að gera í þessari stöðu er að stofna nýjan flokk, sem bara hefur það að markmiði að breyta lögum þessa lands í lýðræðisátt  Gera gömlu flokkunum það ljóst að klór yfir gamlar yfirsjónir duga ekki.  Það þarf nýtt blóð í alla flokka og komu gömlu klíkunum burt.

J.þ.A (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:04

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einkennilegt, menn bera við stjórnarskránni þegar rætt er um að kyrrsetja eigur landráðamanna, sömu aðila sem setja þjóðarhag á hausin og skuldsetja landið til andskotans og það má ekki hreyfa við þeim? Hvurs lags kjaftæði er þetta?

Ef Lalli jóns stelur einu glasi af kardó í bónus eða einhver óláns unglingurinn brýtur rúðu þá fer allt á annan endan! Svo er ekkert mál að haldleggja aleigu landflótta fólks sem æskir hælis hér á landi! Hvar er stjórnarskráin þá? Maður spyr sig? 

Arinbjörn Kúld, 28.1.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er nú eiginlega orðinn agndofa. Þær einu fregnir sem berast af þessu dauðans rugli öllu eru um það hverjir muni gegna ráðherraembættum á skipunartíma sem nemur fáeinum vikum! Þarna koma fram virðingarnöfn eins og Össur Skarðhéðinsson og fasteignaséníið Lúðvík Bergvinsson sem búinn er að vera fréttaefni gulu pressunnar. Hvort ég trúi því sem þar var sagt skitptir þarna engu máli. En þessi nýja stjórn siðbótar í stjórnmálum þarf helst að beina fyrstu sjónum almennings að öðru en söguburði um vafasöm viðskipti ráðherranna og uppgjöri þeirra við bankana.

Snertir þetta kannski mest ferilsskrá atvinnupólitíkusa?

Árni Gunnarsson, 28.1.2009 kl. 21:13

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Velferð þjóðarinnar virðist ekki hafa mikið vægi í framgöngu þessa fólks

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:30

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Burt með spillingarliðið!

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband