Vitfirring í bönkunum

Ég rakst á þetta á bloggi Egils Helga:

"Ég hef verið að furða mig á hversu litla athygli fjárfesting Landsbankans í DeCode 20.jan.s.l. hefur mætt í fjölmiðlum á Íslandi.

Bankinn sér sér ekki fært að standa við sínar eigin skuldbindingar við almenning (skattgreiðendur) en setur 10 milljón dali í fyrirtæki sem að hefur aldrei, og ég meina aldrei skilað arði. Ég hefði gaman að vita hvaða spekingur ákvað þessa fjárfestingu.  DeCode hefur greinilega ekki lengur rekstrarfé, og samkvæmt greininni hyggur þetta fé geti enst til skamms tíma meðan aðrar leiðir til að bjarga fyrirtækinu eru kannaðar.

Hver leyfði þessi viðskipti?


Ég hef ekki búið á Íslandi í 37 ár, en hef fylgst með öllum fréttum, og er satt að segja skelfingu lostin hversu langt þessi vitfirra hefur getað gengið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

og ... hvaða banki skyldi hafa lánað Pálma Haraldssyni, Fons, FL-Group, Baugur og Sterling, fjármuni til að kaupa Ferðaskrifstofu Íslands, Plúsferðir og Sumarferðir?

Pálmi í Fons skyldi eftir sig tugmilljarða gjaldþrot vegna Sterlings í Danmörku.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 29.1.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hluthafar FL group borguðu brúsann...

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 18:46

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Minni bara á 20 milljarða ríkisábyrgð sem DO veitti fyrirtækinu á sínum tíma. Líklega er komið að því standa við þá ábyrgð! DO ætlar að reynast okkur dýr - óargadýr jafnvel.

Arinbjörn Kúld, 29.1.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband