Að brjótast út úr ríkjandi hugmyndakerfi

Þegar ég horfi upp á stjórnmálamenn í sínum leikfléttum og hrossakaupum eins og áttu sér stað í stjórnarmyndurnarviðræðunum fyllist ég vonleysi fyrir hönd þjóðarinnar. Ég fyllist vantrausti á stjórnmálamönnum og fer að efast um að þeir átti sig á þeim gríðarlegu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir.

Síðan hlusta ég á Silfur Egils og þar kemur fram fólk sem virðist hafa skilning á þeim vanda sem blasir við. Gunnar Tómasson hefur lengi haft skilning á villu í hagfræðikenningum sem byggja á því að í forsendum þeirra er röng hugsun sem menn hafa ekki viljað gangast við.

Leikreglurnar sem valdhafarnir spila eftir í dag miða að því að bjarga kerfi sem er í grunni sínum gallað og því ekki viðbjargandi. Til þess að bjarga kerfi sem er ekki viðbjargandi er verið að koma fjölskyldum og framleiðslufyrirtækjum í landinu á vonarvöl.

Þjóðin, fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu eiga sér óvin. Þessi óvinur er auðvald, alheimsvæðingin og meingallað hugarfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn að hugsa það sem Gunnar sagði um að Paul Samuelson hafi sett fræðilegan grundvöll undir refsileysi og Milton Freedman síðan klætt það í nýju föt keisarans. Og einnig það sem hann sagði um rökvillu Samuelson í doktorsrit hans frá 1942... þ.e. að uppspretta vaxa og hagnaðar hvetur til verðmætasköpunar... rökvilla allar götur frá 1942 og við súpum seyðið af þessu árið 2009. Viðtalið við hann var gríðarlega gott.

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er gríðarlegt átak og átak á alheimsmælikvarða að átta sig á að við búum við kerfi sem er að mæla allt til fjandans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Offari

Hið fulkomna kerfi er ekki til. Það munu alltaf vera til menn sem finna sér leiðir til að misnota kerfið.

Offari, 1.2.2009 kl. 22:24

4 identicon

Já, Jakobína, kerfið sem hefur verið byggt á byggir á rökvillu eins og Gunnar sagði. Þú orðar það svo: "kerfi sem er að mæla allt til fjandans", en Gunnar var aðeins penni í orðavali  þegar hann sagði að Freedman hafi klætt rökvilluna í nýju föt keisarans. Það hlýtur að fara um þá sem hafa verið innmúraðir og innvinklaðir sérfræðingar í hagkerfi heims.

Ég var að enda við að hlusta á viðtal Egils við Andrés og það vona ég að ríkisstjórnin leggi við hlustir. Það liggur við að kona fái trú á framtíðina við að hlusta á menn eins og Gunnar og Andrés.

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þú ert svo skynsöm Jakobína og ég er alveg hjartanlega sammála þér. Vi'ð verðum að sameina krafta okkar í lýðveldisbreytingum þessi grasrót sem er sprottin upp.

Hvar, hvenær og með hverjum eigum við að boða fund?

Vilborg Traustadóttir, 1.2.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vandamál núverandi kreppu er ekki náttúrhamfarir og skortur af þeirra völdum þvert á mót búum við við allsnægtir.  Kreppan er algjörlega af mannavöldum til þess gerð að treysta yfiráð kerfis sem byggir á viðurkenndum hugarburði sem eru vextir. 

Ef stjórnmálamenn heimsins hefðu í raun áhuga á að leysa vandamál kreppunnar myndu vinna að því að færa markvisst niður tölurnar, sem vistaðar hafa verið sem skuldir í tölvum kerfisins.  Þetta er í raun jafn einfaldar aðgerðir og þegar skuldirnar voru búnar til með ímynduðum vöxtum. 

Eins og kom fram hjá Gunnari Tómassyni er verðtryggingin eitt stærsta málið í hinu sér íslenska kerfi.  Enn sem komið er hef ég ekki heyrt eitt einasta orð í aðgerðaáætlun nýju stjórnarinnar í þá átt. 

Staðreyndin er að stjórnmálamenn búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar en ekki orsakir.

Magnús Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 23:12

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jakobína, við verðum að stofna flokk er það ekki sem tekur á þessu? Ég geri orð Vilborgar að mínum: Hvar, hvenær og með hverjum boðum við fund?

ES. Ég verð með í norðurlandsarminum!

Arinbjörn Kúld, 2.2.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband