2009-02-01
Almenningur vill vera óháður ölmusukerfum
Nýr forsætisráðherra segir grundvallaratriði að halda áfram samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz gagnrýnir Alþjóða-gjaldeyrissjóðinn harðlega fyrir framgöngu hans gegn Íslandi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn byggir stefnu sína á grunni nýfrjálshyggjunnar og markmið hans er að bjarga fjármálakerfinu (bönkum og stórfyrirtækjum). Hefðbundin landamæri eru hunsuð en ný landamæri teiknuð upp á milli almennings og auðvalds.
Auðvaldið hefur sagt almenningi stríð á hendur og berst nú fyrir að viðhalda sjálfu sér.
Mátturinn er soginn úr fjölskyldum og fyrirtækjum sem eiga rétt á sér við kreppuaðstæður með hávaxtastefnu og verðtryggingakerfi sem hneppir fólk í ánauð.
Ný ríkisstjórn ætlar að fylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en að slá skjaldborg um almenning með því að koma upp ölmusukerfi.
Hvergi er í nýrri verkefnaskrá minnst á að virkja almenning til sjálfsbjargar. Verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar er lituð af forsjárhyggju og litlum skilningi á lífsgildum almennings.
Rífa á stoltið af þjóðinni með ömurlegum kerfum eignaupptöku, skuldaánauðar og ölmusukerfa.
Ágæta ríkisstjórn þið verðið að gera betur!
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.2.2009 kl. 00:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér eins og svo oft áður.
Vilborg Traustadóttir, 1.2.2009 kl. 23:15
Þetta er allt á sömu bókina lært. Það þarf nýtt fólk með ferskar hugmyndir.
Margrét Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 23:18
Það sem við vitum um samning og skilyrði IMF, er það ekki komið frá Davíð og Íhaldinu. Ég vil bíða eftir því hvað nýja stjórnin upplýsir okkur um, áður en ég tjái mig um þennan samning. Ég er nærri viss um að þær upplýsingar sem borist hafa nú þegar, eru að einhverju leiti ekki tæmandi og fyllilega réttar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 23:19
Við eigum að hlusta á Stiglitz. Og svo bara horfa til Suður-Ameríku og þeirra hræðilegu afleiðinga sem lán sjóðsins hafa haft þar. Og hvað var Gordon Brown sá leiði karl að segja í gær? Að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og alþjóðabankinn væru orðnar úreltar stofnanir.
María Kristjánsdóttir, 1.2.2009 kl. 23:29
Það að ríkisstjórnin ætli að halda áfram samstarfi við AGS fær mig til að óttast að ríkisstjórn ætli að skrifa upp á það að þjóðin borgi Icesave. Í góðri grein Herdísar Þorgeirsdóttur í Morgunblaðinu nýlega sagði hún:
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun hafa sett stjórnvöldum pólitíska afarkosti, sem skilyrði fyrir lánveitingunni [...] Engin lán myndu fást nema þjóðin öll yrði látin axla skuldbindingar af starfsemi einkafyrirtækja, sem flestir vita þó að kann að reynast okkur öllum um megn.“ (Leturbr. mínar).
Mér þykir það var alvarlegur dómgreindarskortur hjá fréttamönnum að spyrja ráðherrana ekki út í þetta í dag.
Í ljósi tilvitnunarinnar í grein Herdísar þá er nauðsynlegt að spyrja: Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda góðu samstarfi við AGS og skrifa ekki upp á Icesave? Og síðan: Hvernig ætlar ríkisstjórnin að slá skjaldborgum um heimilin og skrifa undir Icesave? Og þá ég er ég komin að innleggi þínu, Jakobína: Skjaldborgin - er það að gera vinnufæran almennig að ölmusufólki?
Samstarf við AGS - Icesaveklafi - skjaldborg um heimilin - atvinnulífið í gang - ölmusa til vinnufærs fólks. Hvað af þessu ætlar ríkisstjórnin að velja? Þetta stangast hvert á annars horn.
Helga (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:58
Gunnar Tómasson hagfræðingur útskýrði að vonlaust sé að ganga gegn meginstraumi hagfræðinnar. Fræðigrein sem ekki leyfir efasemdir um fræðilegan grundvöll sinn er ótrúverðug. Gunnar útskýrði líka að meginstraumur hagfræðinnar undanfarna áratugi byggist á kenningu úr newtonskri eðlisfræði sem hafi verið gerð að grunnforsendu. Slík yfirfærsla milli þekkingarsviða getur ekki talist annað en trúarleg kennisetning. Því verður þessi meginstraumur að teljast til trúarbragða. Því má líkja við það að Vottum jehóva hafi verið afhent lyklavöld að stjórnarráðum flestra vesturlanda undanfarna áratugi, og að Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Þeir sem ekki aðhyllast þessi trúarbrögð hafa verið stimplaðir sem trúvillingar Geðslegt?
Viðar Hreinsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:40
Já þetta er hrikalegt. Okkur er stjórnað af Vottum Jehóva
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.2.2009 kl. 10:45
Blessuð Jakobína.
Það er reyndar ígildi Vottanna. Hagfræðitrúarbrögðin sækja hugsýn sína í peningamagnskenningar Friedmans. Síðan kemur smá frá Hayek og víðar og þá ertu komin með Nýfrjálshyggjunna sem stjórnmálahugsun.
Flestir okkar ungu hagfræðinga eru heilaþvegnir af þessum kennisetningum og innrætingin á sér stað í Háskóla Íslands. Þeir félagar Hannes og Þorvaldur grétu mikið þegar Friedman dó, þó reyndar fátæklingurinn í þriðja heiminum, sem hefur fengið að reyna visku hans á eigin skinni, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hafi fagnað mjög.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varð miðstöð þessarra trúarbragða á níunda áratugnum eftir hreinsanir Reegans í sjóðnum. Sjóðurinn á allstaðar það sammerkt að viðhalda fátækt og hörmungum alþýðumanna þar sem hann hefur komið til "aðstoðar". Grátlegt í ljósi þess að hann var upphaflega stofnaður til að hjálpa og aðstoða ríki í fjárhagserfiðleikum. Sem og hann reyndi að gera framan af. Trúarbragðaþátturinn kom með Nýfrjálshyggjunni og starfsemi sjóðsins snérist uppí andhverfu sína. Og þessa heiðursmenn vill núverandi ríkisstjórn gera að æðstu stórnendum íslenskra efnahagsmála. Sekt Samfylkingarinnar var þekkt í nóvember 2008 en hingað til taldi ég að forystumenn VinstriGrænna væru ærlegt fólk. Núna veit ég betur.
En eins og þú bendir réttilega á þá er þetta fólk klárt í ölmusustuðningi og sjálfsagt mun það gleðja einhvern jakkafatamann Samfylkingarinnar að hafa leyft Jóhönnu að stofna Ölmusustjórn. En kaldhæðni þess er sú að þegar Friedman gamli var spurður um félagslegt réttlæti þá sagði hann að þau mál væru í góðum höndum auðmanna sem legðu sitt af mörkum til að lina þjáningar fátæktar. En að kerfið þyrfti ekki að gera fólk fátækt var honum fyrirmunað að skilja. Taldi slíkt vera náttúrlögmál.
En dagar hans sem spekings eru senn taldir, Gunnar Tómasson færði fyrir því sterk rök hvernig núverandi peningakerfi gæti ekki gengið. Þó Jóhanna og Steingrímur segi að við getum víst borgað alla vextina og vaxtavextina með bros á vör, bara ef þau fá að hjálpa okkur til þess með ölmusum sínum, þá er það hagfræðilega ómögulegt. Það er engin framleiðsla til staðar í þjóðfélaginu sem stendur undir þessum vaxtagreiðslum. Spurning hver verður síðastur til að slökkva ljósin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2009 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.