Bölvuð áþján þessir sjálfsstæðismenn

Í áratugi hefur sjálfsstæðisflokkurinn verið áþján á þjóðinni. Sjálfsstæðisflokkurinn hefir komið hér upp kerfi sem kreistir verðmæti af almenningi og kemur þeim í vasa valdhafanna og auðmanna.

Nú eru sjálfsstæðismenn að setja sig í startholurnar og ætla að komast til valda aftur.

Þessar bölvuðu gungur beigðu sig undir þvinganir breta og kölluðu skuldbindingar yfir þjóðina sem mun kalla fátækt yfir komandi kynslóðir.

Af hverju gerðu þeir þetta?

Jú þeir vilja líta vel út í augum vina sinna í útlöndum.

Þeir vilja flikka upp á vonlaust fjármálakerfi á kostnað afkomenda okkar

Þeir voru að redda skammtímahagsmunum á kostan velsældar fyrir komandi kynslóðir

Valdaklíkunni í sjálfsstæðisflokknum er mikið í mun að halda uppi fáfræði í landinu. Þeir beita fyrir sig fræðimönnum og sérfræðingum til þess að ljúga að almenningi. Það sem er sérlega ömurlegt er að almenningur borgar í flestum tilfellum laun þeirra sem ljúga að þeim.

Þeir vilja henda í burt velferðakerfinu og innleiða kerfi þar sem almenningur þarf að borga háar fjárhæðir fyrir heilsugæslu.

Lagðar hafa verið þungar byrðar á fjölskyldur í landinu í formi verðtryggingar til þess að halda upp verðmætum á verðtryggðum innistæðum stóreignafólks.

Hver styrkir þennan flokk? Það er leyndarmál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sannkallaðir dragbítar. Sorglegt að það sé til lág og miðtekjufólk sem hefur í sinni auðtrú kosið þennann ófögnuð.. Ár eftir ár. Áratugi eftir áratugi.

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er ótrúlegt hvað þeim hefur tekist að ljúga að fólki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.2.2009 kl. 22:34

3 identicon

Í áratugi hefur íhaldið stjórnað landinu eins og það væri þeirra einkahlutafélag. Svo umturnast þeir þegar aðrir taka að sér þrotabúið  Ísland ehf, sem þeir hafa keyrt í þrot. Þeir haga sér eins og aðallinn á miðöldum, sem hélt að völd þeirra væru frá Guði komin!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ljóst að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur kerfið okkar verið að hallast æ meir að Amerískum leiðum, þó við eigum mjög langt í land sem betur fer til að ná þeirra misrétti. Eitt af því sem hefur hjálpað okkur er að lagaumhverfi í kringum velferðarkerfið og verkalýðshreyfinguna er mjög traust.

Auðvitað er búið að hræra svo í og flækja svo mikið lög um almannatryggingar, að þau eru orðin að skrímsli, en þau eru þarna og hafa verið í endurskoðun og einföldun. Ekki hefur heyrst neitt um það mál nú að undanförnu, en það er einhvers staðar í skoðun.

Lög um Stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 er góð og traust. Við höfum líka lög um atvinnuleysistryggingar sem hafa verið endurskoðuð verulega á síðustu árum. Lög um Lífeyrissjóðina eru líka sterk og nefna mætti fleiri lagabálka um skyld efni.

Allt þetta hefur gert frjálshyggjuöflunum erfitt fyrir, en vinnuveitendur hafa þó gert margar og misjafnar tilraunir til að hnekkja ýmsum réttindum launafólks. Lögfræðistéttin í landinu hefur haft af þeirri viðleitni, góðar tekjur í gegnum tíðina.

Ein af ástæðum þess að ýmsir forsvarsmenn Verkalýðshreyfingar hafa lýst sig persónulega fylgjandi ESB er að þar er traustur lagarammi fyrir launafólk og mun meiri samhljómur með því sem við höfum, það sem er til staðar í USA. Norðurlöndin eru líka með model sem fellur vel að okkar.

Ef stjórn Jóhönnu tekst vel til (sem ég efa ekki) þá verður mun erfiðara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast aftur til valda. Við skulum þó vera vel á verði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Guð hjálpi okkur nái þeir völdum aftur í vor. Þá leggst ég undir feld og endurskoða búsetu og þjóðerni! Alla vega búsetu!

Arinbjörn Kúld, 6.2.2009 kl. 23:18

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ójöfnuður á Íslandi er mestur í hinum vestræna heimi samkvæmt útreikningi sem gerður var í haust. Þessu hafa sjálfstæðismenn áorkað. Fjöldi fólks í samfélaginu býr við mjög knöpp kjör en lítil athygli er vakin á því enda má ekki tala um slíkt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.2.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Offari

Við eigum ekki að borga skuldir þessara óreiðumanna.

Offari, 7.2.2009 kl. 00:20

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þeir haga sér eins og aðallinn á miðöldum, sem hélt að völd þeirra væru frá Guði komin! segir Svavar og satt er það.

Nú er Engeyjarættin að brjótast til valda í sjálfsstæðisflokknum. Við getum þá átt von á því að símar verið helraðir áfram. Það bergmálar alla vega enn í mínum.

Ég er orðin annsi pirruð á þessar Engeyjarætt sem legið hefur eins og mara á þjóðinni frá því átjánhundurð og eitthvað og ávallt stuðlað á fáfræði almennings með lélegri menntun og misvísandi upplýsingu á sama tíma og þeir troðast inn á heimili landsmanna með sínar njósnir.

Engeyjarpeijar hafa líka hirt allt af þjóðinni sem þeir hafa komist upp með og troðið líka niður líðræði í landinu.

Hvernig þeir hafa svívirt hæstarétt landsins á undangengnum áratugum gerir þó útslagið í viðleitni þeirra til þess að drepa allt sem heitir mannréttindi í landinu.  

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband