Þannig var svínað á almenningi

Einstaklingar sem taka myntkörfulán fá þau ekki greidd út í erlendum gjaldeyri heldur eru þau skráð í erlendum gjaldeyri og greidd út í krónum á gengi þess tíma.

Hvað þýðir það þá að taka myntkörfulán?

Jú það þýðir að bankinn fær gjaldeyrinn en borgar síðan lántakandanum út í íslenskum krónum en það er lántakandinn sem tekur gengisáhættuna en fær þó ekki gjaldeyrinn.

Þannig gátu bankarnir tekið stór gjaldeyrislán án áhættu því áhættunni var komið yfir á fjölskyldufólk og einstaklinga.

Bankarnir byrjuðu að gera þetta fyrir tveimur árum síðan.

Ömurlegt framtak og algjört ábyrgðarleysi í boði Davíðs Oddssonar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég man ekki til þess að Davíð hefði verið að bjóða okkur erlend lán.

Offari, 8.2.2009 kl. 00:23

2 identicon

Davíð Oddsson gagnrýndi myntkörfulán fyrstur manna og varaði fólk við töku þeirra.

Að gagnrýna Davíð Oddsson vegna myntkörfulána er því ömurlegt framtak og ábyrgðarleysi í boði Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er maðurinn ekki seðlabankastjóri. Hvern varaði hann við og hvar var fjármálaeftirlitið? Og hvar voru fagleg vinnubrögð?

Ég kyngi því ekki að þó Davíð hafi klórða sér einhvers staðar og kvartað við einhvern að það þýði að hann hafi gengið fram af þeirri ábyrgð sem staða hans krefst.

Dæmigert bull í sjálfstæðismanni sem skilur ekki hvað orðið ábyrgð þýðir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:38

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég kynnti mér þetta fyrir tilviljun þegar fyrir  tveimur árum þegar ég var að skoða heimasíður einkabankanna. Glitnir var eini bankinn sem skellti þessu beint fram í fólk, á þann hátt að væri besti kosturinn eða sá eini.   Menn þurftu að fara sérstaklega fram á þetta í KB-banka. Ég vissi af viðskiptum mínum á netinu [ebay] að gjaldeyrinn gæti ekki orðið ódýrari. Ætlaði ekki að trúa því að nokkur væri svo vitlaus að taka slíkt lán, þetta var ekki spurning um áhættu það var öruggt mál að krónan myndi lækka í verði. Glitnir var að vinna á móti Seðlabankanum með samþykki viðskiptaráðherra og bankaráðherra.  [Í þágu keðjuhringanna sem vantaði meiri lánafyrirgreiðslur.]   Ég held að myntkörfulánin hafi ekki numið nema 11% af lánum heimilanna og kannski sumir viðskiptavinir hafi ekki átt val á öðru.

Af einhverjum ástæðum virðist umfang þessara "svika" lán hafa  verið ýkt mjög upp á við.  

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

11% af lánum heimilanna er gríðalega mikið af heildarútlánum heimilanna. Sérstaklega með tilliti til þess að þau hafa einungis verið í boði síðastliðin tvö ár.

Það sem er alvarlegast við þetta mál er að það afhjúpar markvissa og meðvitaða stefnu banka og ríkisvalds að rétta við gjaldeyrisvaraforðann á kosnað fjölskyldna í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:20

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það voru neysluvísitölu [OECD] verðbólguverðtryggð veð[verðtryggð] lán Íslendinga sem IMF [Erlendir fjárfestar] horfa í hjá Seðlabanka. 62% lána Íslenskra heimila 2007, þökk sé húsbréfakerfi JS fyrir mörgum árum að útlendingar fóru að líta á þau sem verðmæti.  Það voru viðbrögð Seðlabanka Evrópu við einkabönkunum sem afhjúpuðu, að uppbygging fjármálageirans var á kostnað fjölskyldnanna í landinu eins og flest annað, almennt fyrir þjóðinni hver stjórnarstefnan hefur verið frá því fyrir ESS. Stjórnarstefnan er óbreytt og eftir 10 ár verðum við ekki í betri málum og þá verður ekki hægt að kenna Seðlabankanum aftur um alsetinn meintum "fagmönnum". Hver eru 30 ára markmið ESB á hverjum tíma? Hver eru 30 ára markmið Íslenskra stjórnvalda á hverjum tíma? Langskuldar Verðbréf eiga að greiðast upp á 30 árum í í Verðbréfa höllum ESB. Ég er búinn að reikna með mínu 40 ára húsnæðisláni. Almenningur gerir það yfirleitt ekki og á það er spilað af þeim sem hafa af því tekjur á hverjum tíma. 

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 02:13

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Júlíus hvaða bull er þetta í þér. þetta kemur færslunni að ofan ekkert við sem ´þú segir.

 Ég er að segja valdhafarnir klúðruðu og ætla að láta almenning blæða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 11:10

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

89% heimilanna tóku ekki þessi vitlausu myntkörfulán sem er gríðarlega mikill hluti að heimilunum.  Reglur um útlánastarfssemi og neytendavernd hefðu getað komið í veg fyrir að svo auðvelt var fyrir aðallega Glitnis banka að narra óupplýst eða fólk sem hafið ekki annan val kost til að ganga inn í þess fjármagnsgildru.

Davíð Oddson er embættismaður [Ekki allsherjar valda einræðisherra]í Seðlabanka Íslands sem ber að fylgja stefnu stjórnarinnar í vaxtamálum: halda verðbólgu í lágmarki.

2007 voru heildarútlán Íslenska bankakerfisins  til Íslensku heimilanna um 12% af heildar útlánum geirans  til innlendra og erlendra aðila. Myntkörfu lánin til 11% heimilanna því um 1,32% af   heildar útlánum Fjármálageirans íslenska.

Ég er að segja valdhafarnir klúðruðu og ætla að láta almenning blæða.

Því er ég alveg sammála.

Hinsvegar hvernig klúðrið fór fram og hverjir eru aðal valdhafar  það er annað mál.

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 14:57

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Davíð Oddsson er einn af aðal hugmyndasmiðum kerfis sem býður upp á algjört ábyrgðarleysi og grimmd gagnvar fjölskyldum og einstaklingum.

Hvað eru 11% fjölskyldna margar fjölskyldur kannski um 11 þúsund sem sitja upp með óheyrileg tap?

Þetta er ekki léttvægt

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:00

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

1968 voru myndir af fiskitegundum í hverri fiskbúð, myndir að kjöti í bitum til að sýna löglegan kjöt skurð. Sem sagt mikið neytendavæna samfélag, engin pappírs kostnaður eða bókakostnaður í skólum. Grænmeti og og ávextir gæðaflokkaðir. Okur ekki leyfilegt utan verðbréfahalla. Biðlistar á sjúkrastofnunum hverfandi. Einu sinni voru þeir sem vatnsþynntu mjólk settir í gapastokk. 

Meirihluti Íslendinga fær undir 3,5 milljónum í árstekjur 180.000 danskra króna. Vald  þess meirihluta er því lítið. Vergar [laun og annan kostnað) þjóðartekjur á sérhvern nýfæddan  Íslending  eru hinsvegar um 6,0 milljónir á ári.

Stjórnvöld [ráðherravöld] og fjármálageirinn hafa mikið vald. Sá veldur sem hefur valdið. Þögn er sama og samþykki. Davíð Oddsson er ekki höfundur siðspillingar eða tækifærimennsku.  Kerfið sem við höfum búið við síðust ár er regluverk ESB að mestum hluta sem tekur mið af miðstýringu og skrifræði [ráðstjórn] og stjórnmállegri forsjárhyggju. R-listinn [Engin DO] Breytti fasteignamats viðmiðum sem miðaði við markaðsverð.  Miklu fleiri fjölskyldur hafa orðið fyrir barðinu á því. Höfuðborgar svæðið kynnti undir þenslu á nýbyggjum. Bankamálaráðherra gerði ekkert þegar bankar rýmkuðu veðheimildir almennt út 60% í 80% og lengdu lánstímann upp í 40 ár.  Það er betra en að hækka laun meiri hlutans?

Vandamál Íslendinga er algjörlega vonlaust stjórnmálakerfi til að framkvæma völd þjóðarinnar með hag allra að leiðarljósi. Stjórnvöldum [stjórnmálamönnum] er alveg sama hverjir borga skattanna og Fylkingin sér í lagi vill helst að meirihluti þjóðarinnar borgi enga skatta, þá nægir að halda launum niðri, sem eykur lánsþörf flestra.  Það er of mikil einföldun að ráðast á embætti [óþarfs] Seðlabankastjóra. Stefna sem gengur út á að vera eyja, jaðarsvæði í lávöruefnihagsríkinu Evrópu hefur verið forgangurinn, þjóðríkið Ísland og það að standa vörð um velferð og réttindi íbúa þess hefur almennt ekki verið það hefur skipt ný-aðals kandídatana máli.

Ég er á móti óheiðarleika [lögleysu] í samskiptum og viðskiptum og geri þá kröfu að framkvæmdavöldin á hverjum tíma fylgi stíft lögum og reglum Löggjafans, sem setji þau sem þjóðin þarfnast á hverjum tíma í ljósi breyttra aðstæðna.

Í upphafi skyldi endinn skoða, með hag allrar þjóðarinnar að leiðarljósi og miða við kreppu en ekki góðæri til öryggis. 

Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 20:22

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Davíð henti hundruðum milljarða í bankana á skömmum tíma auk 500 millj. Evra í Kaupþing rétt áður en það hrundi. Maðurinn er skaðræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband