Leifturárás erlendra fjölmiðla á Ísland

Erlendir fjölmiðlar eru mikið valdabákn og beita sér óspart í skoðanamyndunum. Með fulltingi valdhafa á Íslandi draga þeir nú þjóðina í skítinn í augum lesenda sinna.

Algjört máttleysi hefur hefur verið áberandi af hálfu ráðamanna sem ekki hafa beitt fyrir sig sérfræðingum til þess að rétta af slagsíðuna í þessum orðsporshernaði.


mbl.is Viðtalið tekið úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki sammála því Búkolla. Íslenskur almenningur á engan þátt í þessu glórulausa framferði. Þetta er allt í boði sjálfsstæðisflokk og forystu samfylkingar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.2.2009 kl. 12:39

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst kannski ein spurningin vera sú- hvort einhverjir standi ekki á bak við þetta hérna heima. Til dæmis grátbólgnir Sjálfstæðismenn sem misst hafa völdin.

María Kristjánsdóttir, 10.2.2009 kl. 13:03

3 identicon

Á sama tíma og einstaklingar hér innan lands kalla landa sína "aumingja sem láta allt yfir sig ganga" og þaðan af ljótari nöfnum (og eru sjálfir svo litlir bógar að þeir segja yfirleitt "við" þegar þeir ættu að láta sér nægja að tala fyrir sig eina).. en á sama tíma þá dást erlendir vinir mínir og kunningjar að langlundargerði alls almennings hér og sumir þeirra eiga ekki til orð yfir það hve friðsæl mótmælin eru.

Já, Jakobína, erlendir fjölmiðlar eru valdabákn og ÓRG hefur þegar sagt að orð hans hafi verið slitin úr samhengi. Ég sá ekki fyrir mér að ég ætti eftir að taka upp hanskann fyrir ÓRG en ég geri það núna þegar hann er gagnrýndur fyrir að segja sannleikann: Íslenska þjóðin getur ekki borgað skuldir annarra. Margir Íslendingar hafa misst sparnað sinn í bönkun, húsnæði sitt, atvinnu sína. Segjum sannleikann eins og ÓRG er að gera.

Íslenska þjóðin getur ekki borgað skuldir einkafyrirtækja í útlöndum. Það er að mínu viti kominn tími til að segja það upphátt og standa við það.

Það er fátt sem bendir til annars en að ESB hafi valið að kúga íslensku þjóðina til að axla ábyrgð á skuldum sem koma henni ekki við til þess að koma í veg fyrir að ESB þurfi að viðurkenna að regluverk þeirra stenst ekki. Svo er að sjá að Bretum sé mikilvægt að knésetja íslensku þjóðina með því að kasta Icesave yfir á hana því að öðrum kosti myndi fjármálaborgin London riða til falls. Þótt ekki sé búið að undirrita Icesave-klyfjarnar þá fæ ég ekki betur séð en að fyrri ríkisstjórn hafi ætlað að gera það.

Ef enginn stjórnmálamaður þorir að segja upphátt framan í heimspressuna hvílku ranglæti ESB og AGS hafa beitt okkur þá er ég hæstánægð með að ÓRG taki það að sér.

Helga (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með aðstoð alþjóðlegra samskipta almennings, internetinu og fl. kemur margt í ljós sem ekki á að vera í sviðsljósinu. Nú er um að gera að standa með því liði sem maður vill fylgja og stappa sláli ái viðkomandi, en ekki að draga úr. Núverandi valdhafar eru að takast á við ógnarsterk öfl. Það er ekki tilviljun að Jóhanna Sigurðardóttir er við stýrið núna. Hún er talin ráða við verkið og þá er um að gera að standa með henni. Heimur okkar er að breytast og það sem er að gerast hér núna er hluti þess.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband